Réttur - 01.09.1962, Qupperneq 64
256
R E T T U R
og samstöðu gegn vaxandi byltingarhreyíingu fólksiiis. Vegna sér-
stakra aðstæðna heima fyrir hefur þessi aðferð verið notuð í jafn
þróuðum Asíulöndum og Indlandi, Ceylon, Burma og Pakistan.
Reynt er að endurtaka þetta í Afríku, en mætir þeim erfiðleikum
þar, að borgarastéttin er veik. Þegar þessi aðferð heppnast, eru
það einkum borgaralegir leiðtogar þjóðfrelsishreyfingarinnar, sem
fá stjórnartaumana í sínar hendur, vegna þess að verkalýðsstéttin
og vinstri öflin eru ekki nógu öflug til að taka forustuna. Þessar
ríkisstjórnir innlendrar borgarastéttar hafa stuðlað að sigrum í
þjóðfrelsisbaráttunni og skapað skilyrði fyrir áframhaldandi sigr-
um, en jafnframt hafa þeir staðið í hrossakaupum við heimsvalda-
sinna. Þótt innlend borgarastétt lendi í andstöðu við heimsvalda-
sinna og gæti þjóðlegra hagsmuna að því er henni sjálfri finnst, er
hún í mörgu nátengd þeim og á samstöðu með þeim um andspyrnu
gegn byltingu fóiksins. I þessum löndum gætir mjög áhrifa frá
þróun mála á alþjóðlegum vettvangi (framgangi sósíalismans og
undaidialdi heimsvaldastefnunnar), og fyrir þau áhrif getur sam-
starfið við heimsvaldasinna óðar en varir snúizt í árekstra. (Sbr.
Súezstríðið og áhrif þess).
Þegar brezkir heimsvaldasinnar fara höndum um sjálfstæðisund-
irbúning nýlendna, gefa þeir sérstakan gaum umskiptatímu n,
skipuleggja tímabil „nýlendustjórnarforma" hvert á eftir öðru :með
takmarkaðri þátttöku innfæddra undir ströngu eftirliti. Þetta heit-
ir „að þjálfa“ innlent forustulið „í ábyrgðartilfinningu". Þá gæta
þeir og þess að halia emhœttisstjórninni í sínum höndum, hafa
brezka embættismenn og herforingja í lykilstöðum og skipta að-
eins um smátt og smátt og um síðir.
Korni heimsvaldasinnar því ekki við að varðveita áhrif sín :neð
hjálp innlendrar borgarastéttar, reyna þeir að færa sér í nyt efna-
hagslega vanþróun, slá á strengi kynþáttahalurs, írúarbragðaágrein-
ings, ala á ættflokkaerjum og hreppapólitík og veikja hinar ómót-
uðu, ungu ríkisstjórnir með hvers kyns ihlutun. Um þelta eru dæm-
in frá Nígeríu, Ghana, Kongó og öðrum Afríkuþjóðum, svo og
Brezku Guyana, Malaya og Singapore.
(c) Hernaðarlef' íhlutun.
Bækistöðvar Breta í fjarlægum löndum fyrir landher, flota og
flugher eru kallaðar taugakerfi Brezka heimsveldisins. í skjóli
þeirra hafa þeir eftirlit á samgönguleiðum heimsins, halda í greip-