Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 65

Réttur - 01.09.1962, Page 65
R É T t U R 257 um sínum tvístruðum landsvæðum og arðsjúga þau í kapphlaupi við aðra heimsvaldasinnaða keppinauta. Þeir geta fyrirvaralítið einbeitt herstyrk sínum þangað sem bólar á uppreisn. Dregið hefur úr mætti þessa kerfis eftir að hernaðarlegir yfir- burðir komust í hendur Bandaríkjanna, en að sama skapi hafa brezkir heimsvaldasinnar lagt kapp á að halda hernaðarlegri að- stöðu í þeim nýlendum, sem fá sjálfstæði. Til þess beita þeir þrem- ur meginaðferðum: Hernaðarbandalögum. Gleggsta dæmið er Bagdad-samningurinn svokallaði við Pakistan og hálfnýlenduna Irak. I SEATO-banda- laginu eru Malaya, Pakistan, Thailand og Filippseyjar. Auðvitað eru Bandaríkin driffjöðrin í því bandalagi. Þá kemur aragrúi gagnkvæmra hernaðarsamninga, t. d. Bretlands við Nígeríu, Líb- anon, Maiaya (í krafti þess samnings er brezkt setulið í Malaya), og Sierra Leone. Ollum þessum rikjum hafa Bretar sett það skil- yrði fyrir sjálfstæði, að þeir gerðu hernaðarbandalag við þá. Sama er á döfinni í Kenya. Eftir að þessar þjóðir hafa fengið sjálfstæði, hefur risið þar upp öflug andspyrnubreyfing gegn samningunum og Brezka heims- veldinu. 1958 sleit byltingin í Irak lierfjötrana af landinu og and- staðan í Nígeríu færðist í aukana. Herstöðvum. Brezkir heimsvaldasinnar gera sér far um að halda herstöðvum sínum um allan heim og i flestum þeim löndum, er nú liafa hlotið sjálfstæði, ekki sízt á Súezsvæðinu í Egyptalandi, 1 Líbýu, Jórdaníu, á Kýpur og Ceylon. í þessum löndum gerast æ háværari kröfurnar um burtför þeirra, og hafa sums staðar borið árangur. Þeir hafa orðið að leggja niður herstöðvar í Egyplalandi (og leggja nú þeim mun meiri áherzlu á Kýpur), í írak og á Cey- lon. 1 stað þess bafa þeir komið sér upp lierstöðvum í Aden, á Bahreinseyjum, Maldiveeyjum og í Nairobi. Að Kýpur og Líban- on undanskildum eru nú flestar herstöðvar þeirra í nýlendum og ófrjálsum löndum, svo sem Hong Kong, Singapore, á Bahrein, í Aden, á Möltu, á Gíbraltar og í Karabiska hafinu. Stríðsundirbúningi og vopnabirgðum. Einnig þau nýju sjálf- stæðu ríki, sem komizt hafa hjá hernaðarbandalögum og herstöðv- um, eru í reynd áfram bundin Bretum sterkum hernaðarböndum. Herir þeirra eru undir stjórn brezkra foringja (þannig var það i Indlandi og er enn í Nígeriu), og þarlendir herforingjar eru þjálf- aðir í Bretlandi. Herráðsforingjar allra samveldislandanna sækja

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.