Réttur


Réttur - 01.09.1962, Side 66

Réttur - 01.09.1962, Side 66
258 R É T T U R menntun sína og þjálfun enn sem fyrr í Imperial Staff College í Camberley. Bretar láta í té helztu vopnin og ráða gerð þeirra. lJað má muna reiðikast brezkra ráðamanna, sem lyktaði með stríði, er Egyptar ákváðu að kaupa vopn í sósíalisku ríki. Og ekki var vonzkan minni, er stjórnin í Ghana vék brezka hershöfðingjanum Alexander frá og setti Ghanamann í hans stað. (d) Efnahagslegar aðgerðir. lJað er eðli nýlendustefnunnar, að heimsveldin raki sér gróða frá veikari og vanþróaðri löndum og auki þannig ofsagróða ein- okunarsamtakanna. Herkænska heimsvaldasinna og pólitík miðast öll við þennan tilgang. Þeir eru því til með að viðurkenna all-gagn- gerðar hreytingar á stjórnarfari landa — jaínvel afhenda sjálfstæð- ið innlendum þjóðarleiðtogum — ef ekki er hróflað við efnahags- legri aðstöðu þeirra. En sé það ekki tryggt, beita þeir heiftarlegri andstöðu. Þannig fór í Iran, er ríkisstjórn Mossadeqs reyndi að framfylgja lögum um þjóðnýtingu olíuiðnaðarins, heimsvaldasinn- ar skipulögðu þá valdatöku Zahedi; í Egyptalandi, er Bretar og Frakkar og ísraelskir leppar þeirra hófu styrjöld út af þjóðnýtingu Súezskurðarins. fíœði eldri og yngri aðferðir nýlendustejnunnar eru í því fólgnar að verðaveita og jajnvel auka ejnahagslegt og fjármálalegt arðrán í vanþróuðum löndum. Hér er rétt að greina á milli eldri og yngri aðferða. (1) Eldri aðjerðir enn í nolkun. 1 öllum nýlendum lögðu nýlendu- drottnararnir fyrst og fremst undir sig auðæfi jarðar (málma, olíur). Járnbrautir og önnur flutningatæki, hafnir, orkuver, skipaútgerð, verzlun og hankar voru einnig að jafnaði í þeirra höndum. I sveit- um lögðu þeir undir sig beztu landbúnaðarsvæðin, reistu stórbú í eigu einokunarsamtakanna. Þar sem innlendir bændur hokruðu áfram, hvort heldur við lénsskipulag eða einstaklingsbúskap, urðu þeir að rækta úlflulningsafurðir fyrir hringavaldið. Heimsveldið hefur yfirleitt haldið öllum þessum fríðindum þótt þjóðfrelsishreyf- ingin hafi náð stjórnarfarslegum völdum. Stjórnarfarslegt sjálf- stæði hefur ekki haft í för með sér efnalegt sjálfstæði og frelsi frá arðráni heimsvaldasinna. Baráttan fyrir efnahagslegu sjálfstæði hefst fyrst eftir að stjórnar- farslegu sjálfstæði er náð, og er enn á byrjunarskeiði. Flest hinna ungu ríkja hafa orðið að skuldbinda sig til að þjóðnýta ekki eignir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.