Réttur


Réttur - 01.09.1962, Síða 68

Réttur - 01.09.1962, Síða 68
260 R E T T U R Vestur-Þýzkaland hafa t. d. hyggt stáliðjuver í Indlandi, en af heild- ar „aðstoð“ þeirra er þetla hverfandi lítill liluti. Aðstoðin er því í reynd ein af hinum nýju aðferðum nýlendu- drottnanna og í kjölfar hennar sigla venjulega efnahagslegar, póli- tískar og jafnvel hernaðarlegar kvaðir. Tilgangur heimsvaldasinna með aðstoðinni er að halda nýju ríkjunum í greip sinni, auðvelda verzlunarfjármagninu fjárplógsstarfsemi sína. Gamlar og nýjar aðferðir til efnahagslegrar íhlutunar eru sam- tvinnaðar. 3. ÞjóSfrelsishreyfingin og nýju aðfcrSirnar. Þjóðfrelsishreyfingin sýnir aukna árvekni gagnvart þessum nýju vandamálum og aðferðum nýlendudrotlnanna. Margir leiðtogar hennar skildu strax, að stjórnarfarslegt sjálfstæði var aðeins fyrsta sporið til efnahagslegs sjálfstæðis, og síðan hefur öðrum orðið Ijóst að baráttan fyrir efnaliagslegu sjálfstæði getur orðið snöggt um grimmari og harðari. Meginþungi sóknarinnar beinist gegn herstöðvum og hernaðar- bandalögum. Á þessu sviði hafa náðst og munu nást töluverðir árangrar. Ennfremur stefnir hún að þjóðnýtingu á eignum einokun- arsamtakanna. Sú barátta er aðeins á byrjunarstigi og hefur mætl hatramri andstöðu heimsvaldasinna, sbr. stríðið um Súez-skurðinn, Kúbu-sykurinn og olíutia í Mið-Austurlöndum. Heimsvaldasinnar reyna að koma í veg fyrir að nýju ríkin nálgist sósíaliska heiminn. I því augnamiði æpa þeir „standið utan kalda stríðsins", „forðizt rússnesku nýlenduhættuna“ o. s. frv. Takist með þessu að kljúfa þann meirihluta heimsins sem er andvígur heims- valdastefnunni, þá verða þessi ungu ríki einangruð og hjálparlaus og auðvell herfang heimsvaldasinna. Það er eingöngu styrk sósíal- ismans í heiminum að þakka að þessi vanþróuðu lönd liafa náð sjálfstæði. Heimsvaldasinnar reyna að sundra hinum nýju ríkjum í smá liópa, t. d. „Monrovia hópinn“ gegn „Casablanca hópnum“. Ekki má þó dæma of stranglega bandalög þessara ungu ríkja, þau geta allsnögglega tekið stakkaskiptum eftir pólitískum veðrabrigðum, Túnis er dæmi um það. Stéttaskiptingin og þjóðfélagsaðstæður í þessum nýju ríkjum ráða miklu um baráttuna gegn nýlendukúgunimii og hinum nýju aðferð-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.