Réttur - 01.09.1962, Side 70
202
R E T T U U
styrkja samstöðu íneð þjóðfrelsishreyíingunni og baráttu hennar
bæði í nýlendunum og nýsjálfstæðu ríkjunum. Hinar nýju aðferðir
nýlendudrottnanna eru óvinurinn, ekki aðeins fyrrverandi ný-
lendna sem nú hafa náð sjálfstæði, heldur og alþýðu heimsveldanna.
Ohjákvæmileg útgjöld nýlenduveldanna til herstöðva erlendis og
hernaðaraðgerða, margs konar fjármálaörðugleikar og sífelldur
halli á rikisrekstrinum hefur í för með sér síauknar árásir á kjör
launþega heima fyrir.
Með samstilltri sókn verkalýðs í nýlenduríkjunum, alþýðunnar í
nýlendunum og ungu sjálfstæðu ríkjunum verður hægt að sigra
heimsvaldastefnuna og greiða götu efnahagslegum og samfélagsleg-
um endurbótum til hags og heilla öllu vinnandi fólki.
(World Marxist Review, apríl 1962. EliÁ þýddi).
Heiloþvottur og kauprón.
Samtímis því, sem auðvald eins lands eykur arðrán sitt á verka-
mönnum, eflir það að sama skapi áróður sinn lil þess að telja hinum
arðrændu trú um að það sé að hjálpa þeim, „veita þeim vinnu“ og
frelsa þá frá ótætis kommúnismanum!
Ameríska auðvaldið hefur skarað fram úr í þessu hvorutveggja:
arðráninu og heilaþvottinum á verkalýðnum:
Samkvæmt New York Times 2. ágúst 1959 þá var gróði slálhring-
anna 1939 13 cent á hverjum verkamanni og hverjum klukkutíma,
er hann vann. En 1959 hafði þessi gróði 18-faldast; var orðinn 2,28
dollarar á hvern verkamann og hvern klukkutíma, er hann vann.
Samtímis herða svo auðhringirnir áróðurinn um hlessunarríka
forustu sína, — og heimta í sífellu hækkað verð á stáli!
Hér heima er nú reynt að feta í fótsporin: Kaupinu rænt af verka-
lýðnum með vísitöluhanni og gengislækkun, — en auðvaldsblöðin
látin hamast að heilaþvo kjósendur á meðan: telja þeim trú um að
allt sé þetla gert fyrir þá, — en alls ekki lil að auka arðrán auð-
valdsins á þeim!