Réttur - 01.09.1962, Side 71
YÍÐSJÁ
Bylting sósíalismans hefur gerbylt lifskjörum Sovétþjóðanna.
Tala þegnanna 100 milljónum fleiri en 1917.
Árið 1917, er októberbyltingin mikla varð í Rússlandi og verka-
menn og bændur tóku völdin í sínar hendur, var íbúatala Rússlands
120 milljónir. Hinn 1. júlí 1962 var íbúatala Ráðstjórnarríkjanna
rúmlega 221 milljón manna. Frá 1953 til 1961 jókst íbúatala SSSR
um 29 milljónir. Langmestur bluti íbúa Ráðstjórnarríkjanna, 150
milljónir manna, er fæddur eftir byltinguna.
lbúatala Ráðstjórnarríkjanna væri ennþá meiri en þetta, hefðu
ekki átt sér stað tvær eyðileggjandi styrjaldir: Borgarastyrjöldin og
innrásarstríð 14 erlendra ríkja árin 1918—1922 og svo hin sviksam-
lega árásarstyrjöld, sem Hitlers-Þýzkaland hóf á hendur Ráðstjórn-
arríkjunum árið 1941. Þessar styrjaldir rændu margar milljónir
karla og kvenna í Ráðstjórnarríkjunum lífi.
*
Meginhluti íbúanna i Ilússlandi fyrir byltinguna átti heima í
sveitahéruðum. Aðeins 18 af hverjum hundrað íbúum ])juggu í
borgum eða bæjum. Þetta hlutfall hélzt einnig fyrstu ár ráðstjórnar-
valdsins. En hin hraða iðnvæðing landsins og hin stórfellda menn-
ingarþróun, sem síðar hefur átt sér stað, hefur hins vegar haft i
för með sér stórkostlega fjölgun borgarbúa, þannig að nú búa 108
milljónir í sveitahéruðunum.
Meðalaldur í Rússlandi fyrir byltinguna var 32 ár, sem sé 31 ár
meðal karla og 33 meðal kvenna. 1 Ráðstjórnarríkjunum er nú
meðalaldur hæstur í heimi, sem sé 69 ár, og er þá meðalaldur karla
64 ár og kvenna 72 ár.
Þjóðartekjur 25-faldast.
Efnahagsframfarir Ráðstjórnarríkjanna birtast á augljósastan
hátt í aukningu þjóðarteknanna, en þær voru hér um bil 25 sinnum