Réttur - 01.09.1962, Page 80
Bókafregnir
L. C. og F. IV. Park: Anatomy
oj Big business. — Toronto
1962. Progress Books.
Þessi bók, 270 síður, er ýtarleg
rannsókn á auðmagninu í Kanada. Er
hún mjög fróðleg, ekki sízt hvað
snertir rannsóknirnar á tengslum
bandaríska og kanadiska auðmagns-
ins. Erlend fjárfesting í Kanada var
í árslok 1959 20.700 milljónir dollara.
I'ar af var bandarískt fjármagn 15.700
milljónir dollara eða 76%, en brezkt
3200 milljónir dollara eða 8%. Hve
bratt þessi fjárfesting hefur vaxið
sést á því að í árslok 1945 var öll er-
lend fjárfesting í Kanada 7100 inillj-
ónir dollara, þar af sú bandaríska
4900 millj. rlollara.
James Coyne, fyrrverandi aðal-
bankustjóri Bank of Canada sagði
eftirfarandi (samkv. Financial Post
8. okt. 1960):
„Ekkert land í veröldinni, á svip-
uðu þróunarstigi og við, hefur nokkru
sinni komizt í eins ríkum mæli og
við undir erlend fjármagnsyfirráð,
ekki komizt í hálfkvisti við okkur, né
í fjórða hluta ....
1956 átti erlent fjármagn 48% af
verksmiðjuiðnaði vorum og réð 52%
af honum. I ýmsum greinum réð er-
lent fjármagn yfir 75% til 100% af
iðnaðinum. Ilvað olíu og náttúrugas
snertir, þá átti erlent fjármagn 65%,
en réð yfir 80% .... Ljónsparturinn
af þessu fjármagni er bandarískur,
vaxandi yfirráð bandarískra félaga
einkenna sögu lands vors eftir
stríðið."
Rit þetta er vísindalega vel unnið.
I því eru miklar upplýsingar um öll
helztu auðfélög Kanada, svo og um
þau auðfélög Bandaríkjanna og Bret-
lands, sem þau eru í nánustum tengsl-
um við. Er þetta nauðsynlegur fróð-
leikur fyrir þá Islendinga, er vilja
kynna sér auðhringi jiessara landa,
vald þeirra og sambönd. Bókin kostar
2.75 dollara heft og 5.00 dollara bund-
in. Fæst bjá Progress Books, 44 Staff-
ord Street, Toronto 3, Ontario, Kan-
ada.
Victor Perlo: Das Reich der
Hochjinanz. Dietz Verlag. Ber-
lin 1960.
Þetta er þýðing á bók frægs, banda-
rísks hagfræðings og heitir á frum-
málinu: „The Empire of hig finance“.
Bók þessi er 475 síður. I henni er
samandreginn hinn mesti fróðleikur
um alla helztu auðhringa og banka
Bandaríkjanna, fjármagn þeirra og
gróða, samkeppni jicirra og samstarf,
alþjóðleg sambönd þeirra og áhrif,
tengsl þeirra við stjórnendur Banda-
ríkjanna, stjórnmálaflokkana og áróð-
urstækin, — skilgreining á öllum
áhrifum jieirra í pólitík Bandaríkj-
anna. Sérstaklega er gerð góð grein
fyrir auði og áhrifum atiðjöfra ætt-
anna: Du Pont, Mellon, Rockefeller
og Morgan, þessara voldugu einvalds-
konunga nútímans.
Það er ölluin íslendingum, er skilja
vilja þjóðfélag Bandarikjanna, mikil
nauðsyn að kynna sér þessa bók.