Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 2

Réttur - 01.01.1966, Side 2
2 RETTUR aí malaríu, en tvær og hálf milljón barna dó úr henni síðasta ár. Helmingur bamanna í þessum löndum kemur aldrei í slcóla og flest verða að fara að vinna áður en þau eru 12 ára. — Og hér er ekki (þetta er úr skýrslum barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) rætt um þá fullorðnu eða alla þá, sem Bandaríkjastjórn nú lætur myrða í Vietnam. Vér íslendingar höfum sérstöðu meðal allra Norðurálfu- þjóða í þessu máli: Vér vorum fram á þessa öld þjóð í spor- um þessara þjóða: arðrænd, kúguð og svelt. Og vér svíkjum sjálfa oss, foi'tíð vora og forfeður, ef vér berjumst ekki með þessum þjóðum á vettvangi þeim, þar sem þetta mál á fyrst og fremst að ræðast, — á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það er rétt fyrir oss að spyrja sjálfa oss, er vér hefjum sJíkt starf, sem heiður vor liggur við að vér rækjum: Hvernig hefði Jón Sigurðsson forseti gert þau reikningsskil fyrir hin- ar rændu þjóðir, sem hér þarf að gera? Til þess að svara því skulum vér rifja upp hvernig hann gerði reikningsskil fyrir hönd hins arðræna íslands gagn- vart ræningjunum við Eyrarsund: einokunarkaupmönnum og ríki Dana. Jón Sigurðsson forseti gerði upp reikningana fyrir íslands hönd þannig, að hann krafðist þess að Danir endurgreiddu allt, sem þeir hefðu grætt á einokunarverzluninni við Island í 250 ár, — grætt á því að borga of lágt verð fyrir íslenzkar afurðir og setja of hátt verð á þær úilendu. Og hann reikn- aði nákvæmlega út hvílíkar fjárupphæðir þetta voru. — Jón Sigurðsson forseti krafðist ennfremur alls andvirðis jarðanna, sem lagðar liöfðu verið undir konung og seldar. — Og Jón Sigurðsson vissi livað hann var að gera með því að gera þessar kröfur og fleiri. Hann vildi knýja Dani til að borga íslandi, fátæku og félausu, það miklar fjárupphæðir að þjóðin eignaðist nokkurt fjármagn tiJ þess að geta reist

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.