Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 4

Réttur - 01.01.1966, Side 4
4 RÉTTUR Sigurðssonar. Úr þeim skaðabótum, sem auðhringar og arð- ránsþjóðir heims greiða hinum rændu þjóðum, á að mynda þann sjóð, sem tryggir þeim öllum fjármagn til framfara, svo þær geti afnumið sultinn og fátæktina. Og jafnframt þarf að binda endi á núverandi arðrán með því að tryggja hinum rændu þjóðum lágmarksverð fyrir vörur sínar. Það níðings- hragð, sem kallað er „frjáls verzlun“ einokunarhringanna við þróunarlöndin, verður að víkja fyrir raunverulegu frelsi, þar sem þróunarþjóðunum er gert kleift að selja vörur sínar frjálst með aðstoð samtaka sameinuðu þjóðanna, þannig að þeim sé tryggt mannsæmandi líf fyrir framleiðslu sína. Vér íslendingar eigum að beita oss fyrir því að reiknings- skilin fyrir hönd hinna rændu þjóða verði gerð í anda Jóns Sigurðssonar. Það er líka bezt fyrir hinar ríku þjóðir og ránshringa þeirra að átta sig á því í tíma að það er klókast fyrir þær sjálfar. — Vér íslendingar vorum vopnlausir og fámennir gagnvart Dönum og Jón Sigurðsson fékk oft að heyra það hjá harðskeyttustu afturhaldsseggjum þar í landi. — En hinar rændu þjóðir heims eru meirihluti mannkynsins og þær munu ná rétti sínum með vopnum, ef þær fá ekki heiðarleg reikningsskil með góðu. Málstaður friðarins og málstaður réttlætisins fyrir hina rændu fara því saman.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.