Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 5

Réttur - 01.01.1966, Side 5
EINAR OLGEIRSSON : Tvær frelsislietjur Viet-Nam Ho-Chi-Minh Ho-Chi-Minh, forseti Vietnam, þjóðhetja þessarar frelsiselskandi þjóðar, sem boðið hefur byrginn öllum innrásarherjum og barizt nú síðasta aldarfjórðung við Japani, Frakka og Bandaríkjamenn, heitir upphaflegu nafni Nguyen Ai-Quoc. Nafnið, sem hann tók sér sem flokksnafn þýðir: só, sem hefur orðið vitur. Hann er nú einn af þekktustu mönnum heims, tákn allra þeirra, er unna frelsi smá- þjóða, imynd þess ódrepandi kjarks, sem gerir hinum smáu mögu- legt að sigra með þrautseigjunni og frelsisástinni jafnvel voldugasta herveldi heims. Ho-Chi-Minh er fæddur 19. maí 1890 í Kim Lien í Mið- Vietnam.*) Hann vann sem háseti á gufuskipum Frakka og Eng- lendinga 1913 til 1916. Dvaldi 1916—17 í Englandi og var 1917 til 1919 oft í Ameríku. 1919 settist hann að í Frakklandi og afhenti þá Versalafundinum kröfur þjóðar sinnar um frelsi og sjálfstæði. 1 Frakklandi barðist hann nú fyrir málstað þjóðar sinnar, sein franska auðvaldið kúgaði. (Aðstaða hans var þá ekki ósvipuð Jóns Sigurðssonar, sem varð og að heyja frelsisbaráttu vora í höfuðborg Dana.) Hann tók að skrifa í róttækustu blöð sósíalista til að kynna frelsisbaráttu Vietnambúa. 1919 gekk hann í Sósíalistaflokkinn og var á flokksþinginu 1920, þegar meirihlutinn ákvað að ganga í Alþjóðasamband Kommúnista og breyta um heili. Var Ho-Chi-Minh því frá upphafi meðlimur franska Kommún.istaflokksins, sem alltaf hefur barizt ötullega fyrir málstað frönsku nýlendnanna og frelsi þeirra. Ho-Chi-Minh fór víða um heim á þessum árum, því vinna lians *) í grein þessari er stuðst við æviágrip, er fylgir ritinu: Ho-Chi-Minli. Ausgewahlte Reden und Aufsatze. Berlin 1955.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.