Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 8

Réttur - 01.01.1966, Side 8
8 R E T T U R inyrtur að undirlagi Frakka. En um langt skeið voru skæruliða- herir hans svo sterkir að Frakkar urðu að viðurkenna stjórn hans yf.ir stórum hluta landsins. Og Ho-Chi-Minh minnti á Luong-ngoc- Quyen, sem stjórnaði uppreisninni 1917—18. Og hann minnti á uppreisnirnar 1930 og 1940: þrjár uppreisnir gegn japanska hern- um. Og hann minnti á forna frelsisbaráttu á 13. og 14. öid gegn mongólsku keisaraættimi Jiián, sem þá réð Kína og réðst á Viet- nam. Það var glæsileg saga þrotlausrar sjálfstæðisbaráttu, sem þessi hrausta, fátæka þjóð átti að baki, — og Ho-Chi-Minh kunni ekki síður en Jón Sigurðsson að láta söguna og minningarnar um afrek forfeðranna eggja nútímann til dáða. Tvö ár sat Ho-Chi-Minh í dýfiissum Kuomintang (Ssjang-Ka.i- Sheks). Loks 1944 tekst honum að komast til Vietnam. í ágúst 1945 rís þjóð Vietnam upp gegn japanska hernámsliðinu og sigrar það. Þann 25. ágúst 1945 er bráðabirgða-ríkisstjórn Viet- nam mynduð undir forsæti Ho-Chi-Minh. í marz 1946 kýs þjóð- jiing.ið Ho-Chi-Minh til forsætisráðherra. Hann stjórnar samning- unum við frönsku ríkisstjórnina, sem viðurkennir síðan hátíðlega (6. marz og 14. sept.) sjálfstæði Vietnam og ríkisstjórn þess. Síðan svíkja frönsku valdhafarnir sáttmálann og ráðast í des- ember 1946 á Vietnam. 1 átta ár heyr nú þjóð Vietnam undir for- ystu Þjóðfylkingarinnar og Ho-Chi-Minh frelsisstríð sitt. Frægustu hershöfðingjar Frakka tapa í þessu — „skítuga stríði“ — eins og franskir föðurlandsvinir kölluðu það — hæði mannorði, herfrægð og styrjöldinni sjálfri. Þegar Dien Bien Phu-v.irkið varð að gefasl upp 1954, fengu ræningjaherir Vesturlanda ])á lexíu, sem aðeins jjeir vesturheimsku hafa ekki lært enn. Ho-Chi-Minh varð forseti hins frjáisa Norður-Vietnam. Alþýðan lók þar völdin. Bændurnir fengu jarð.irnar, sem þeir unnu á. Verka- menn herjanna reyndu að vernda verksmiðjurnar. Frönsku ræn- ingjarnir ætluðu t. d. að stela raforkuvélum raforkuversins í Haip- hong, en verkamenn hindruðu J)að. En þessum fínu frönsku herr- um, sem höfðu lifað sem ræningjar og læddust nú hurt sigraðir og gerðust þá j)jófar, tókst að stela vélum sementsverksmiðjunnar í Haiphong! En verkalýður Vietnam kom vélunum upp aftur, — með sovézkri og kínverskri aðstoð, — og 1957 var sementsverksmiðjan þeirra farin að framleiða 160 þúsund smálestir af sementi á ári,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.