Réttur


Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 18

Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 18
18 RÉTTUR tíðar sinnar að því er ísland varðaði, að hann var gæddur því póli- tíska hugmyndaflugi, sem skilur á milli meðalmanns og snillings í heirni stjórnmálanna. í árslok 1799 skipaði Danakonungur nefnd til þess að athuga skólamál íslands og dómgæzlu. Magnús Stephensen var meðal ann- arra í nefnd þessari og það má, að ég held, þekkja stíl hans í upp- kasti nefndarinnar um stofnun landsyfirréttar og afnám alþingis við Oxará, en það er eiginlega ekki hægt að þýða lítilsvirðingu og kaldrana danska textans: Ded under Navn af Alting hidtil brugelige Möde í JuLimaaned ved Öxará i Island, saa vel af Embedsmænd som andre, bör ikke videre finde Sted, men aldeles være afskaffet.“ Konungsúrskurður um afnám alþingis á Þingvelli var síðan birtur aldamótaárið 1800. Mér er ekki kunnugt um hvort mörg tár hafi verið felld við afnám hinnar öldnu stofnunar v.ið Öxará, en 19. öldin var ekki langt fram gengin er sumir tóku að minnast Öxarár- þingsins með trega: Bjarni Thorarensen kallaði Magnús Stephensen „hinn gamla morðingja alþingis“, Baldvin Einarsson skírir timar.it sitt Ármann á Alþingi og samtök þau, er hann gekkst fyrir meðal íslenzkra Hafnarstúdenta nefndi hann einnig alþingi. Síðar, þegar alþingi var skipaður staður í Reykjavík, orti Jónas Hallgrímsson af heift og fyrirlitningu um hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukaþing á bergi. Og íslenzka Þingvallarómantíkin barst allar götur inn í rykfallnar skrifstofur danska kansellísins: Þegar Kristján VIII. Danakonungur birti úrskurð þann 20. maí 1840, að íslenzka emb- ættismannanefndin skyldi koma saman til fundar til að ráðgast um, hvort ekki væri vel til fallið að stofna ráðgjafarþing á íslandi, þá var hinum tíu embættismönnum falið að hyggja vel að því, „hvort ekki sé réttast að nefna fulltrúaþingið alþingi og eiga það á Þing- velli, eins og alþing hið forna, og laga eftir þessu hinu forna þingi svo mikið sem verða má.“ Þremur vikum eftir að konungsúrskurður þessi var út gefinn birt- ist fyrsta pólitíska greinin eftir Jón Sigurðsson í danska blaðinu Köb- enhavnsposten, að vísu undir dulnefni, og þar er að leita upphafsins að pólitískum ferli hans. Jón Sigurðsson var tæplega þrítugur að aldri er hann hóf þjóð- málastarfsem.i sína. Undanfarin sjö ár hafði hann unnið hljóðlát fræðimannsstörf við handritarannsóknir í skjalasöfnum Kaupmanna- hafnar og aflað sér dæmafárrar þekkingar á sögu landsins, högum þess og atvinnuvegum. Hann er án efa lærðasti stjórnmálamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.