Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 20

Réttur - 01.01.1966, Síða 20
20 RÉTTUR unarmálefni íslands sá meginás, sem allt snýst um frá upphafi til enda. En verzlunarmálið' er heldur ekki einangrað í huga hans sem viðskiptamálefni. Þegar hann skrifar r.itgerðina um verzlunarfrelsi á íslandi er hann tekinn að ræða sögulega réttarstöðu landsins. Þegar árið 1840 eru hugmyndir hans um réttarstöðu íslands al- skapaðar: ísland gafst sem skattland undir norsku krúnuna og tryggði sér fullkomið jafnrétti við Noreg og því verði að stjórna því sem það væri land með jöfnum rétti við Danmörku, ísland yrði að verða „bróðurland í samband.i við Danmörku, en ekki þegn danskra þegna eða nýlenda.“ Það er því auðsætt, að á þeirri stundu er Jón Sigurðsson tók fyrst til máls á opinberum vettvangi markaði hann sér kerfisbundna stefnu og sá pólitískt lífsverk sitt framundan sem í sjónhending. Enginn annar íslenzkur stjórnmálamaður 19. aldar var gæddur slíkri yfirsýn. Jón Sigurðsson krafðist þess af þeim, er skiptu sér af opinberum málum, að þeir hefðu til að bera heildarsýn. Hann varð einna fyrst- ur manna til að gagnrýna opinberlega gerðir embættismanna á lslandi. 1 hvassyrtri ritgerð, sem hann birti á dönsku haustið 1842, Nokkrar athugasemdir um alþing, gaf hann embættismannaneínd- inni þann vitnisburð, að hún hefði kynnt sér smámálin samv.izku- samlega, lagt fram sæmilegar tillögur í aukaatriðum, en ekki „gelað gert sér ljósa og ákveðna heildarmynd af stöðu landsins og högum, þar sem hverjum einstökum hluta er ætlaður réttskipaður staður." Hann vændi ekki embættismannanefndina um hæfileikaskort eða þekkingar, en hann bar henni á brýn hugleysi í tillögum og brá henni um „hina alkunnu embættismannahræðslu og þrælslega ótta við það sem þeir teldu skoðun stjórnardeildanna.“ Jón var snemma höfðingjadjarfur og óttalaus við yfirvöldin. Þegar hann rannsakaði sögu Islands í skjalasöfnunum í Kaupmannahöfn þá komst hann að raun um, hve löturhægur lestagangur ríkti í stjórnardeildunum, sem fjölluðu um íslandsmál, hve myllur skriffinnskunnar möluðu seint. Þær rannsóknir juku ekki á virðingu hans fyrir embættis- mannavaldinu. Reynsla hans síðar af embættismönnum bæði í Dan- mörku og á íslandi ól á tortryggni hans til þeirra. í nafnlausri grein sem hann skrifaði í Þjóðólf 1854 kemst Jón svo að orði: „En bless- aðir embættismennirnir þora ekki að standa samt, heldur falla þeir óðum ..., en aldrei finnst mér það undarlegt, því embættisnienn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.