Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 22

Réttur - 01.01.1966, Side 22
22 K É T T U R réttindum. Embættismennirnir óttuðust um heimilisfriðinn á því búi, er þeir höfðu stjórnað einráðir um langan aldur. Margir hinna frjáls- lyndu menntamanna voru vonsviknir yfir skipan alþingis og töldu litla bót að stofnun þess. Brynjólfur Pétursson segir í hréfi til Jóns hróður síns 16. maí 1848: „En aldrei verður alþingi til nokkurs gagns, ef það verður í því sama formi, sem það er nú í.“ Það blæs því ekki byrlega fyrir hinni ungu stofnun. Þótt Jón væri sjálfur mjög óánægður með skipan alþing.is, þá fór því fjarri að hann tæki þátt í nöldrinu, út af alþingi. Hann vildi breyta alþingi. En hann vildi láta þjóðina breyta því, og til þess þurfti þjóðin sjálf að breytast. Alþingisgreinar Jóns Sigurðssonar á árunum 1841—1848 mætti allt eins flokka undir uppeldismál eins og stjórnmál. Þessar ritgerðir eru ekki aðeins einstæðar í íslenzkum stjórnmálabókmenntum. Mér er til efs, hvort þær eigi sinn líka meðal sams konar rita í Norður- álfunni á þessum árum. í ritum og ræðum borgaralegra þjóðfrelsis- manna um miðja 19. öld má oft merkja falinn ótta við alþýðuna á bak við hina pólitísku trúarjátningu. Það er ölmusubragð að þeim réttindum, er frjálslyndu flokkarnir gáfu alþýðunni. Jón Sigurðs- son mun aldrei hafa vanmetið leiðtogahlutverk sitt í íslenzkri sjálf- stæðisbaráttu, en hjá honum kennir aldrei liroka gagnvart þeim, sem hann tekur forustu fyrir. Hann gerði sér sýnilega grein fyrir sálarlegum veilum íslenzkrar alþýðu, svo sem hún var um miðja öldina, bæld og kúguð eftir langa ánauð. En hann stappar í hana slálinu, vekur sjálfsvirðingu hennar og skýrir fyrir henni pólitískar skyldur hennar. Jón Sigurðsson leit ekki á almúgann sem sinnulausa atkvæðahjörð. 1 alþingisritgerðum sínum hvetur hann hvern mann til að búa sig undir alþingi, svo sem ætti hann sjálfur að verða full- trúi, en draga sig ekki aftur úr „af smámennsku, eða sérlund, eða kvíða.“ Eftir fyrsta þingið ræður hann alþýðu, en einkum kjósend- um, til að „hafa gætur á fulltrúum sínum“ og skapa „alþýðlegt álit á málunum.“ Krafa Jóns Sigurðssonar um að fundir alþingis væru opnir almenningi er einnig sprottin af þessari alþýðlegu rót. Það var stefnumál, sem hann lagði geysimikla áherzlu á. í sjálfu sér var þess ekki að vænta að margir gætu notfært sér leyfi til að sitja á þingpöllunum. En Jón leit á málið frá pólitísku uppeldissjónarmiði og taldi það til hinnar mestu nytsemdar: „að það er hennar (alþýð- unnar) mál sem verið er um að ræða, og ekki leyndarmál konungs- ins eða alþingismannanna sjálfra.“

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.