Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 33

Réttur - 01.01.1966, Page 33
R K T T U R 33 með því var stofnkostnaður lækkaður um 200—300 milljónir króna. En til þess að vega upp þennan tekjumissi voru jafnframt felld úr gildi ákvæði um hámarksverð á raforku, og er ætlunin að leggja mjög stórfelldan neyzluskatt á raforkunotkun landsmanna sjálfra. Þannig á að verða tvöfalt raforkuverð frá Búrfellsvirkjun, íslenzkir atvinnuvegir og almenningur eiga að greiða um það bil þrefalt hærra verð en svissneski hringurinn; miðað við 60.000 tonna alúmínbræðslu myndu þessi forréttindi hr.ingsins fram yfir íslenzka rafmagnsnotendur nema yfir 200 milljónum króna á ári. En hér er ekki aðeins um breytingar á fjáröflunarkerfi að ræða. Bandaríska fyrirtækinu Harza Engineering Company International, sem gerði verkfræðiáætlanirnar um Búrfellsvirkjun, var falið að haga þeim svo að kostnaðarverðið yrði í samræmi við hugmyndir svissneska hringsins. Gerði hið bandaríska fyrirtæki áætlun um einfalda rennslisvirkjun í Þjórsá og var talið að stofnkostnaður við hana yrði ekki meira en svo að samningar við Svisslendinga gætu tekizt. En þótt hið bandaríska fyrirtæki hefði mikla reynslu af virkj- unum víða um heim gerðu sérfræðingar þess sér ekki grein fyrir hinum sérstöku virkjunaraðstæðum á íslandi, en hér á landi er við að etja mjög stórfelld og næsta einstæð vandamál í ám vegna ís- myndana og aurskriðs sem geta haft mjög veruleg áhrif á raforku- framleiðslu í sambandi við rennslisvirkjanir. Sættu áætlanir banda- rísku verkfræðinganna mikilli gagnrýni þegar þær sáu dagsins ljós frá ýmsum þeim íslenzku sérfræðingum sem bezt þekkja þessi vanda- mál; ég minni á álitsgerðir Sigurðar Thoroddsens verkfræðings og Sigurjóns Rist vatnamælingamanns. Eftir allmiklar umræður fór þá einnig svo að stjórnarvöldin neyddust til að v.iðurkenna að óhjá- kvæmilegt kynni að verða að breyta áætlunum bandarísku sérfræð- inganna. í lögunum um landsvirkjun segir svo í 6. grein: „Landsvirkjun er heimilt að reisa allt að 210 þús. kW raforkuver í Þjórsá við Búrfell ásamt aðalorkuveitum og gera nauðsynlegar ráðstajanir á vatnasvœði Þjórsár ojan virkjunarinnar til þess að tryggja rekstur hennar.“ En hverjar eru þessar nauðsynlegu ráðstafanir og hvað munu þær kosta? Um það hefur ekki verið birt nein greinargerð af hálfu íslenzkra stjórnarvalda, og í skýrslu iðnaðarmálaráðherra hér áðan var ekki vikiö að þessu atriði einu orði. Hér er þó um grundvallar- atriði að ræða, þegar meta skal hugsanlegan orkusölusamn.ing við

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.