Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 34

Réttur - 01.01.1966, Side 34
34 RÉTTUR svissneska alúmínhringinn, og þögnin um þetta atriði er þeim mun tortryggilegri sem fyrir liggur mikilvæg ný vitneskja. Hér á landi dvöldust fyrr á þessu ári tveir norskir sérfræðingar, Kanavin og Devik, og rannsökuðu ísmyndunarvandamál á vatna- svæði Hvítár og Þjórsár á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir gáfu sérstakan gaum að virkjunarvandamálunum við Búrfell í sambandi við þær áætlanir sem gerðar höfðu verið. Edvigs Y. Kanavin, sem veitti rannsókninni forstöðu, skrifaði grein um niðurstöður þeirra félaga í tímaritið Fossekallen, 3. hefti sem kom út í september í haust, en tímarit þetta er gefið út af norsku raforkumálaskrifstof- unni. Hann segir þar m. a.: „Etter det kjennskap vi har fátt til arten av den usedvanlig store isproduksjon som foregár i Thjórsá, má det etter vár opfatning foretas omfattende reguleringsarbeider sem en nödvendig del av ethvert utbyggningsprosjekt í detta vassdraget, hvis en stabil kraft- produksjon basert pá vannkraft skal kunne sikres. Et konvensjonelt prosjekt vil mátte risikere á möte vanskeligheter av en störrelses- orden som er ukjent i de aller fleste land. Jeg vil i det hele framheve sterkt at Islands naturforhold pá mange máter er sá specifikke, at det er farlig uten videre á overföre erfaringer eller principer fra andre land. I den kommende vannkraftutbyggning og industriali- sering av Iandet fár islændingene selv den störste uppgave, og grunn- laget má lægges ved systematiske undersökelser og forskning.“ Norsku sérfræðingarnir telja þannig að mjög víðtæk miðlunar- virki verð.i óhjákvæmileg ef tryggja eigi örugga orkuframleiðslu, að öðrum kosti vofi yfir hætta á örðugleikum sem naumast eigi nokkurn sinn líka annarsstaðar. í samræmi við þetta benda norsku sérfræðingarnar á það sem lausn í skýrslu sem þeir hafa þegar af- hent Sameinuðu þjóðunum, að ráðizt verði í miðlunarvirki svo sem hér segir: Gerð verði 30—40 metra há og mikil stífla fyrir neðan Sultar- tanga, ein lægri stífla í Þjórsá og tvær lægri stíflur í Tungná og ennfremur fyrirhleðslur út í ána frá báðum bökkum með 6—700 metra millibili n.iður að virkjunarstað. Tillaga þessi er í samræmi við hugmyndir þær sem íslenzkir verkfræðingar, sem athugað hafa málið, hafa einnig gert sér um lausn þessa vanda. En framkvæmdir þessar munu ekki kosta undir 200 milljónum króna, en sú viðbót v.ið virkjunarkostnaðinn raskar að sjálfsögðu öllum fyrri áætlunum um kostnaðarverð á raforku

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.