Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 43
K É T T U R
43
kvæmt hæfileikum sínum eru bezt til fallnir, til mikils tjóns fyrir þá sjálfa og
þjóðfélagiS.
Vér viljum koma á svo almennri velmegun
að hvert mannsbani sem jæðist hér á landi liafi tœkifœri
til þess að þroslca og fullkomna alla góða og fagra mcð-
fœdda hœfileika.
II.
Vér erum jajnaðarmenn, af því vér viljum, svo sem þegar er fram tekið, að
hvert mannsbarn liafi jafnt tækifæri til þess að þroskast og verða að manni,
hvert eftir sínum hæfileikum. Karl Marx hefur sýnt frammá, að ómögulegt er
að afnema fátækina, nieðan einstakir menn eiga framleiðslutœkin. Það er því
ællun vor, að láta þau af þeim, sem mikilvægust eru, vera opinbera eign, en svo
nefnum vér Landsjóðs-, sýslu- og hreppseignir, ennfremur eignir samvinnu-
félaga, þ.e. félaga, þar sem arðurinn skiftist eftir þátttöku, en ekki einsog í
hlutajélögum; þar skiftist arðurinn eingöngu eftir því, hve mikið fé hver
hluthafi á.
Atvinnurekstur, sem samkvæmt eðli sínu, eða í reynd, er einokun, rekist
af landsjóði, sýslu- eða hreppafélögum.
Vér viljum leggja verðhækkunarskatt á jörð, þannig að hinu opinbera sé
trygður mestur hluti (eða allur, þar sem hægt er) upphæðar þeirrar, er verð
lands hækkar um, nema þeirrar verðhœkkunar, sem stafar af aðgerðum þess,
scm jörðina á. Ennfremur viljum vér leggja vægan, en smáhækkandi skatt á
alla jörð, miðað við verð hennar, einsog hún er frá náttúrunnar hendi, þannig
að allir jarðeigendur, hvort heldur þeir eiga mikið eða lítið, gjaldi í Landsjóð
eftir tiltekið árabil (1—2 mannsaldra) því sem svarar fullri rentu af verði
jarða sinna. Með þessu móti eignast Landsjóður smátt og smátt allar jarðir á
landinu, og með þessu er jafnt komið í veg fyrir, að jörð stígi að muni í verði,
en látt jarðarverð er skilyrði þess, að þeir, sem landbúnað stunda, fái fullan
arð af vinnu sinni, því láu jarðarverði fylgir látt afgjald. Réttur þeirra, sem
jörðina yrkja (ábúenda) sé tryggður sem mest má, án þess að gengið sé á
rétt lcomandi kynslóða. Jarðir, sem eru opinber eign, skal eigi selja, en ábú-
endum veitt lífstíðaráhúð (eða mannsaldurs, ef líf þrýtur).
III.
Til þess að koma frain áformi voru, ætlum vér að ncyta allra löglegra að-
ferða, og þó fyrst efla ])ekkingu almennings í þjóðfélagsfrœði, liafa áhrif á
löggjafarvald og stjórn, og efla samvinnufélagsskap. Vér viljum, að kaupfélög,
stofnuð á heilhrigðum fjárhagslegum grundvelli, séu í hverri sveit, og að þau
myndi samband innbyrðis. Það er álit vort. að þannig löguð kaupfélagsverzlun
hljóti að vera betri en kaupmannaverzlun, en þá kaupmenn, sem þrífast á sama
slað og vel stofnuð og rekin kaupfélög, álílum vér mjög þarfa.