Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 51

Réttur - 01.01.1966, Síða 51
Réttur 51 bátbein auðjöfra og afturhaldssamra pólitíkusa, sem telja að þau ali aðeins á „leti og framtaksleysi“ hinna fátæku. Stundum heyrist því haldið á lofti í Bandaríkjunum að fátæk- lingarnir, hinir atvinnulausu og sjúku, sem einhverra hluta vegna hafi orðið af auðnum í „allsnægtaþjóðfélaginu“, séu ekki hluti af verkalýðnum heldur „ný stétt“ eða „óæðri stétt“. Ilinn frægi hag- fræðingur Gunnar Myrdal skrifar um „vaxandi tilhneigingu til að skilja hina atvinnulausu, getulitlu og fátæku frá þjóðfélaginu, sökkva þeim niður á botn sárrar, ófrárísanlegrar fátæktar.“ Ýmsir vinstri sinnaðir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar hafa tekið undir þennan áróður og telja að hinir fátæku eigi að liggja hjá garði þar sem þeir eru komnir án þess að sá hluti verkalýðsstéttarinnar, sem efnaðri er rétti hjálparhönd. Slíkir menn gera sér ekki þá staðreynd ljósa að hagsmunir verkalýðsins eru samofnir, hann er í heild arð- rændur, en hinir blásnauðu eru harðvítugast arðrænir. Hin síaukna vélvæðing og sjálfvirkn.i leiðir af sér mikla fjölgun atvinnuleysingja. Og það verður stöðugt erfiðara fyrir hina nýju árganga unga fólksins, sem koma til starfa, að fá atvinnu. Enn- fremur eykur hin aukna vélvæðing á vandamól gamla fólksins, sem getur ekki gefið sig að nýju starfi, eftir að hafa starfað árum saman hjá sama fyrirtæki við sama starfið og er síðan rekið vegna vélanna. Karl Marx kunni í þessu tilfelli sem öðrum að sjá fram í tímann: þegar vaxandi tækni heldur innreið sína í auðvaldsþjóðfélagið situr manneskjan á hakanum, hún hlýtur að víkja fyr.ir vélinni og verða atvinnulaus. Betri efnahagsafkoma Bandaríkjanna, þegar á heildina er litið, er ekki merki um traustan grundvöll bandarísks kapítalisma — hún er aðeins merki um óvenjuhagstæð skilyrði fyrir auðvaldsþjóðfélag að þrífast í. En nú þegar hin gömlu einkenni kapítalismans eru að segja til sín á nýjan leik, tæknibylting veldur atvinnuleysi, verður augljóst, að fátæktin, er ekki hverfandi yfirborðslýti á þjóðfélagi, sem byggir á heilbrigðum grunni, heldur merki um djúpstæðan sjúkdóm, sem nú er stöðugt að magnast. Fátækt og atvinnuleysi eru stöðugt fylgifiskar auðvaldsþjóðfélagsins sjálfs — og frá þeirri reglu eru Bandarikin engin undantekning. „Stríð" Johnsons „gegn fótæktinni". Frá því að Johnson lýsti yfir „skilyrðislausu stríði gegn fátækt“ hefur fátækrahverfaáætlunin öðlazt lagagildi og fáein skref hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.