Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 52

Réttur - 01.01.1966, Side 52
52 RÉTTUR verið stigin í framkvæmdaátt. En áætlun þessi er langt frá því að vera fullnægjandi svo ekki sá fastar að orði kveðið. A fyrsta ári hennar fór ríkisstjórnin fram á 1000 millj. dali í þessu skyni, en þingið lækkaði upphæðina í 784 millj. dali. Á öðru ári var þessi upphæð hækkuð í 1900 millj. dali — veruleg hækkun að vísu en lítið í átt við hina raunverulegu þörf. Skv. áliti hagjrœðinga ríkisstjórn- arinnar sjáljrar jmrf 10 milljarða dala á ári til að vinna bug á já- tœktinni. Prófessor Seymour Melman við Kolumbía-háskóla segir: ,.Til að leggja út í raunhœfar aðgerðir gegn fátœktinni jjarf 5 millj- arða dala á fyrsta ári, 10 milljarða á óðru og 20 milljarða á þriðja — þá jyrst er hugsanlegt að eitthvað vinnist.“ Sumir nefna enn hærr.i tölur, en ekki er rúm til að fara frekar út í þá sálma hér, en ljóst er að hæfilegt virðist að áætla þörfina um 25 milljarða dala á ári. % hlutar þess fjár, sem veitt var skv. „fátæktaráætluninni" á fyrsta ári fóru til ráðstöfunar einstakra héraðsstjórna, og áttu eink- um að fara til að endurbæta menntunarskilyrði, heilsugæzlu, at- vinnumöguleika o. fl. En þessi framlög voru að stórum hluta notuð til annarra þarfa en fátæklinganna. Gríðarlegt skrifstofubákn var sett á stofn í sambandi við „fátæktarherferðina“ og þar hlaðið flokksgæðingum, þannig að ljónsparturinn af stjúpmóðurframlög- um Johnsons fór í flokkamaskínurnar. Tímaritið U.S. News and World Report segir um þetta efni: „Aðaljramkvœmdastjóri fátœktar- herjerðarinnar í St. Louis fœr 25 þús. dali í árslaun eða það sama og landsstjórinn í Missúrí. Framkvœmdastjórinn hefur við hlið sér jidltrúa með 20 }>ús. dala árslaun, tvo aðra aðstoðarmenn með 16 }>ús. dali hvorn, ráðunaut með 15 þús. dali, aðstoðarframkvœmda- stjóra með 12 þús. dala árslaun og aðalbókara með 9.300 dala laun.“ Og í viðbót við þennan starfsmannalista eru venjulega margar skrif- stofublækur og aðrir starfsmenn í fátækraskrifstofum. Við hliðina á þessu skr.ifstofubákni hefur svo verið komið á fót sérstökum nefnd- um ýmissa „frammámanna“. Þessar nefndir líta á stríðið gegn fá- tækt sem góðgerðastarfsemi og miða aðgerðir sínar við það. En Johnson-áætlunin hefur ekki einasta verið flokksgæðingum féþúfa, einnig hefur álitlegur hluli lent í vasa gróðamanna. Þannig kemst Irlaðið „The Nation“ að þeirri niðurstöðu 26. apríl 1965 að „þegar alls er gætt, eru miklir peningar í fátæktinni og allir merkja að enn stærri fúlgur eru í vændum.“ Ymsar takmarkaðri ráðstafanir hafa verið gerðar en Johnson-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.