Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 62

Réttur - 01.01.1966, Page 62
62 RÉTTUR öldinni. En í Kommúnistaflokki íslands hafði verkalýðurinn eignazt brautryðjendasveit, sem hvergi vægði né vék í þessu stéttastríði, harðsnúinn flokk eins og stéttaátökin þá kröfðust. Auðmannastéttin beitti ríkisvaldinu, lögreglunni og hvítliðum til þess að reyna að hæla niður eðlilegar kröfur verkamanna um atv.innu og brauð. Atvinnuleysisbaráttan leiddi til átaka og fangelsana í Reykjavík (des. 1930—jan. 1931. og aftur í júlí 1932) sem náðu hámarki í hinum sögulega slag 9. nóvember 1932, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn hafði ákveðið að hefja allsherjarlaunalækkun og byrja með því að Iækka kaup þeirra atvinnulausra verkamanna, sem drógu fram lífið á viku atv.innubótavinnu á mánuði, úr 1.36 kr. á tímann niður í 1.00. Og frá þessu níðingsverki var ekki horfið fyrr en lögreglan hafði verið barin niður og yfirstéttin farin að óttast um völd sín. Núverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur réttilega kallað þau lífskjör, sem almenningur bjó við á þessu tímabili, „hel- víti“ í samanburði við lífskjörin nú. En Sjálfstæðisflokkurinn reyndi þá að gera alþýðu manna það helvíti enn heitara en það var og skara eld þess að köku atvinnurekenda þegar alþýðu skorti brauð. Það var ekki fyrr en eftir 1942 að sá flokkur lærði nokkuð. í kaupgjaldsbaráttunni var sama harkan. Hún náði hámarki sínu í átökunum á Akureyri og Siglufirði 1933 og ’34 („Novubardag- inn“*) og ,,Borðeyrardeilan“). Stóð þá annars vegar hinn róttæki verkalýður staðanna, en hinsvegar lögregla, hvítlið, atvinnurekendur og ofstækisfyllstu klofningsmenn úr verklýðsfélögum, sem stofnuð höfðu verið gegn gömlu verklýðsfélögunum, er voru undir komm- únistiskri forystu. Sigur hins róttæka verkalýðs í þessum átökum varð mjög afdrifaríkur. Auðmannastétt Reykjavíkur reyndi nú enn 1933—4 að knýja fram hugmynd sína um ríkislögreglu, til að beita gegn verkalýðnum í verkföllum. En eftir mikil átök á stjórnmálasviðinu varð sú tilraun að engu í framkvæmd. Þar hafði Alþýðuflokkurinn mótað kjörorðið rétt að undirlagi sinna vinstri foringja í kosningunum 1934: Krafan var „að afnema ríkislögregluna í vísu trausti þess að unnt sé að stjórna þessari friðsömu þjóð með þeirri mannúð og því réttlæti, að úr engum deilum þurfi að skera með hernaði og ofbeldi.“ Víða börðust verklýðsfélögin fyr,ir lífi sínu á þessum tíma, er *) Tryggvi Emilsson skrifaði grein um Novubardagann í 1. hefti Réttar 1965: „Verkfall í atvinnuleysi".

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.