Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 73

Réttur - 01.01.1966, Side 73
K E T T U R 73 látssemi“ undan steínu borgarastéttarinnar og jafnvel talhlýðni við erlenda aSila. Einstaka sinnum tók flokkurinn skynsamlega og þjóS- lega afstöSu: gegn þýzka imperialismanum, sem þá kom frarn í gervi nazismans, á árunum ettir 1933, er Einnbogi R. Valdimars- son stjórnaSi AlþýSublaSinu, — í þingkosningunum 1946 gegn herstöðvum á íslandi, en brást þá rétt á eftir, en vann hinsvegar kosningasigur fyrir rétta afstöðu sína, — og voriS 1956, er hann stóS meS uppsögn herstöSvasamningsins. En stundum hefur AlþýSu- flokkurinn hinsvegar sokkiS hörmulega djúpt undir ofstækisfargi andkommúnismans, en þaS skal ei rifjaS upp hér. ÞaS er ekkert einstakt meS AlþýSuflokkinn íslenzka aS honum skuli hafa veitzt erfitt aS taka rétta afstöSu í þessum málum. ÞaS hefur veriS svo víSa um sósíaldemókratiska flokka eftir 1913. Stafar þaS af hinni sterku tilhneigingu hjá þeim til afsláttar og makks viS borgarastéttina, skilningsleysi á forystuhlutverki verkaiýSs í auS- valdsskipulagi og beinni uppgjöf á þeirri hugmynd aS þaS sé hlut- verkiS aS skapa nýtt þjóSfélag. Þetta skilningsleysi meSal sósíal- demókrata á þjóSernisbaráttunni hefur m. a. birzt í því hve lítinn hlut ýmsir sósíaldemókrataflokkar áttu í mótspyrnuhreyfingunni gegn fasismanum,—þó þaS megi ekki gleymast aS margir sósíaldemókrat- or stóSu sig þar sem ’hetjur viS hliS kommúnistískra stéttarsyst- kina sinna* J — og eins í hinu hve erfitt sósíaldemókratiskir flokkar hafa átt uppdráttar í hinum kúguSu löndum heims, þar sem þjóS- frelsisbaráttan var aSalatriSiS. SíSasta áratuginn hefur — auk mótsetninganna í herstöSva- og Atlantshafsbandalagsmólinu, — djúpiS á milli verklýSsflokkanna í þessum efnum komiS áþreifanlegast fram í landhelgismálinu annars vegar — þar sem Sósíalistaflokkurinn og AlþýSubandalagiS liöfSu beinlínis forystuna í þeirri þýSingarmiklu þjóSfrelsisbaráttu, en AlþýSuflokkurinn og einkum þáverandi utanríkisráSherra hans tóku allt annaS en þjóSlega afstöSu, — og alúmínmálinu nú. HiS síSar- nefnda skiptir sköpum í efnahagsþróun lslands. Sósíalistaflokkur- *) Kommúnistaflokkarnir stóðu sig víð'ast með ágætum í mótspyrnuhreyf- ■ngunni gegn fasismanum, enda skipulag þeirra og uppeldi allt við það miðað að geta barizt í banni laga. í Frakklandi voru fórnir Kommúnistaflokksins t. d. slíkar að liann var mjög almennt kallaður „flokkur píslarvottanna" eftir stríð. Þýzkur borgaralegur prófessor, Werner Sombart, sem mikið fékkst við skil- greiningu verklýðsflokka, taldi einkenni kommúnistaflokka það að vera „ber- oisch“ (hetjukynsj, en sósíaldemokratiska flokka fyrst og fremst „praktiska".

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.