Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 77

Réttur - 01.01.1966, Side 77
RETTUR 77 og „ísland farsælda frón“ hringdi inn tímabil Fjölnis, svo hófust „Rauðir pennar“ með „Frelsi“ Jóhannesar — og þrátt fyr.ir öll al- þjóðleg mistök og hið eilífa stríð við lágkúru einangrunarinnar á Islandi, þá hljómar eggjunin í endastefi þess ljóðs síðan í þrjátíu ár og enn til íslenzkrar sósíalistiskrar verklýðshreyfingar: „Þú rauða lið, sem hófst á hæsta stig hið helga frelsiskall — ég treysti á þig!“ Með „Rauðum pennum“ (1935), sem Félag byltingarsinnaðra rit- höfunda gefur út, er und.ir forustu Kristins E. Andréssonar öll hin róttæka skáldafylking íslands skipulögð til baráttu við hlið alþýð- unnar. Strax í fyrsta hefti skrifa, auk Halldórs Laxness og Jóhann- esar úr Kötlum, þeir: Halldór Stefánsson, Steinn Steinarr, Skúli Guðjónsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Þorbergur Þórðarson, Gunnar M. Magnúss, Jón úr Vör, Gunnar Benediktsson, Örn Arnarson. Og í næstu heftum bætast við: Guðmundur Daníelsson, Kristín Geirs- dóttir, Gísli Ásmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Eiríkur Magnús- son, Sigurður Haralz, Helgi Laxdal, Sigurjón Friðjónsson, Oddný Guðmundsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Helgason, Hall- dór Helgason, Stefán Jónsson, Þóroddur á Sandi, Kári Tryggvason, — og er þá sleppt þeim rithöfundum í óbundnu máli, sem vart myndu vilja láta telja sig til skálda, en hinsvegar skal nafn þýðand- ans góða, Magnúsar Ásgeirssonar, nefnt með fremstu listamönnum þessa hóps. Nöfn þessi ein sýna hver alda hér rís. Og þegar Kristinn Andrés- son skipuleggur svo Mál og menningu 1937, tengir skáldin skipulega við menntamenn, verkamenn og millistéttir undir merkjum sósíal- isma og þjóðfrelsis, verður risið æ hærra þó baráttan þyngist og ofureflið vaxi, er ameríski risinn kemur til. Jón Helgason yrkir sín ódauðlegu kvæði, enn einu sinni magna minningarnar úr sögunni mótspyrnu íslendinga. Hve magnaður þrótturinn er sést máske bezt á því að á einu og sama ári 1952, eftir voveiflega atburði þjóðarsögunnar 1949 og 1951 hirta fjögur ljóðskáld hverja ljóðabókina annarri betri, þrungnar hita bardagans: Guðmundur Böðvarsson „Krystalinn i hylnum“, Jóhannes úr Kötlum „Sóleyjarkvæði“, Snorri Hjartarson »A Gnitaheiði“ og Þorsteinn Valdimarsson „Hrafnamál“. Og árið eftir kveður Jakobína Sigurðardóttir sér hljóðs með fyrstu lögeggjan sinni „Morgunljóð“ (í ,,Rétti“ 1953) og rís síðan hærra og hærra sem ljóðskáld og sagna. Og þegar svo er komið að við erum farn.ir að óttast: „vera má að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.