Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 79

Réttur - 01.01.1966, Síða 79
RÉTTUR 79 þess að hrista dofann af þeim, sem hafa tilhneigingu til að gera bílinn og íbúðina að sínum guði, sem þau láta yfirstéttina segja sér að þræla fyrir þorra ævinnar vegna okurs og óstjórnar. Og hin nýja kynslóð mun, ef yfirstéttinni tekst ekki að kæfa hana andlega í „brauðstritinu nýja“, hugsa meir hnattrænt um mörg vandamál mannkynsins en hin eldri gerði. A. m. k. er sú reynsla á Norður- löndum að eitt helzta umhugsunarmál æskunnar þar er sultur 2000 milljóna manna, dauði 30.000 barna hvern dag úr hungri og hungur- sjúkdómum. Og þegar sárustu fátækt er að öllu útrýmt á íslandi og aðaluppbyggingu landsins yfir 600 ára nýlendukúgun lokið, þá munu og þessi ógnarmál þrengja sér inn í hug hvers manns, svo sem þegar er að byrja. SósíaListisk verklýðshreyfing íslands, — verklýðsflokkar og verk- lýðssamtök, — þurfa að taka sig alvarlega á í öllum þessum efnum. Oft hafa hæstu tónar, sem Þjóðviljinn hefur náð, verið sem rödd hrópandans í eyðimörkinni. Djarfar hugsanir, fagrar hugsjónir og öflug andstaða við öfl spillingar, lágkúru og arðráns eru forsendur þess að alþýðan vinni til liðs við sig beztu skáld og listamenn — og aðra. Og marxisminn er ekki aðeins leiðarvísir verkalýðnum í fag- legri og pólitískri stéttabaráttu hans, hann er og aðferðin til gagn- rýni og nýsköpunar á andlegr.i „yfirbyggingu“ þjóðfélagsins: lög- um og siðum, trú og heimspeki, sögu og vísindum flestum, ef honum er rétt beitt, — og hann reynist enn bezta aðdráttarafl fremstu menntamanna heims til sósíalistiskrar verklýðshreyfingar. Hugsjón sósíalismans er enn og verður hinn voldugi aflgjafi frelsishreyfingar alþýðu og hámenningarviðleitni þjóða — eins og hún var á dögum Þorsteins Erlingssonar,*) ef hún aðeins er boðuð sem lausn mannfélagsins af fátækt og stéttakúgun, ríkisvaldi, van- þekkingu og stríðum, — öllu því sárasta böli, sem fylgt hefur mann- kyninu í þúsundir ára. Sósíalisminn er sem stefna sterkasta valdið á jarðríki í dag, af því ríkisvald hjá þriðjungi mannkyns er nú í höndum sósíalista. Ríkisvaldi fylgir og hefur ætíð fylgt ýmislegt illt, sem síðar mun hverfa, — en þetta ríkisvald er i dag í heimi valdsins *) Þorsteinn Erlingsson reit 21. janúar 1906 í garnla Alþýðublaðið, er hann raðlagði verkainannasaintökunum að snúa sér „heils hugar og af fullri djörf- >ing“ að sósíalismanum: „Mér er sú menningarstefna kærust af þeim, sem ég þekki og hefur lengi verið, ekki sízt af því að það er sá eini þjúðmálaflokkur, sem helzt sýnist hafa eitthvert land fyrir stafni þar sem mönnum með nokkurri tilfinningu eða réttlætis- og mannúðarmeðvitund er byggilegt."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.