Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 87

Réttur - 01.01.1966, Page 87
RÉTTUR 87 skilningi og samúð, — svo það birt- ist í öllu sinnuleysi sinu og andleg- nm ömurleik, þegar ungi maðurinn kemur með útvarpið sitt. Það er eftirtektarvert tímanna tákn að Jakobína Sigurðardóttir, önnuin kafin bóndakona norður í Mývatns- sveit, skuli skrifa beztu skáldsöguna úr Reykjavíkurlífinu. En hún hefur alla þjóðarerfð vora í blóðinu. Og hún veit livað hún vill. Hún veldur þeim viðfangsefnum fullkomlega, sem hún glímir við. Jakobína er eftir útkomu þessarrar bókar ekki aðeins orðin bezta skáld- kona Islands fyrr og síðar. Hún er einnig orðin eitt þeirra skálda, er vcldur fjölbreyttustu listformi, sam- tímis því sem liún hefur svo mikið að segja. Hún sér sannleikann: hvern- ig þjóðfélagið er, og hefur bæði kjarkinn og listrænu hæfileikana til að birta þann sannleika í sögum og kvæðum. Það er táknrænt fyrir smæð ís- lenzkrar borgarastéttar, að fulltrúar Alþingis í úthlutunarnefnd lista- mannalauna skuli ekki hafa smekk eða að minnsta kosti riddaraskap til þess að veita þessarri skáldkonu hæstu verðlaun sín, þótt þeir lúti það lágt að hefna sín pólitískt á karl- skáldum þeint, sem ergja þá með á- deiluskáldskap sínum. Jóhannes úr Kötlum: — Vinarspegill. — Heims- kringla. — Reykjavík 1965. Þessi bók er miklu meira en Vinar- spegill, svo ágætur sem hann er. Hún er heill aldarspegill, hver skarpa skil- greiningin á fætur annarri af andleg- um og pólitískum fyrirbærum aldar- innar, innfjálgar og fagrar lýsingar skálda og verka þeirra, innlifun í alla glímu manna og hreyfingar við liin vandasömu viðfangsefni þessarr- ar viðburðarríkustu og umhleypinga- sömustu aldar tslands. Þessi bók mun ekki aðeins verða komandi sagnfræð- ingura, er um öld vora rita, hin þarf- asta hug-vekja, hún mun líka öllum núlifandi samherjum kær förunaut- ur og vinur. Þessi bók er þrungin slíkri ódrep- andi trú á land og þjóð, slíkum kjarki í boðskapnum, slíkri inálsnilld í flutningnum, að það má mikið vera, ef margur á ekki eftir að hugsa til kvæðanna og kaflanna allra í henni líkt og Þorsteinn forðum til rímn- anna: „Jeg á mart að þakka þeim, þeir hafa hjartað varið.“ Adcilusögurnar siðustu Jóhannes Helgi: Svört messa. Ingimar Erlendur Sigur&s- son: Borgarlíj. Jón jrá Pálmholti: Orgel- smi&jan. Helgafell. Reykjavík. 1965. Þjóðfélagslega ádeiluskáldsagan ís- lenzka hefur eftir stríðslok 1945 eink- um beitt sér að vandamálum byrj- andi stríðs og hernáms eða jafnvel atvinnuleysis krepptiáranna. 1 öllum licssum sögum (t. d. „Atomstöð" Ilalldórs 1948, „Gangvirki" Ólafs Jó- lianns 1955, „Veginum frá brúnni" eftir Stefán Jónsson 1962) var aðal- persónan sveitamaðurinn (— eða -konan), sem var að brjótasl um í andlegum viðjum borgarlífsins og mótsögnum. Sögurnar voru tiltölulega hófsamar skilgreiningar þessa nýja mannlífs og vandamála þess. Og slfk-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.