Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 96

Réttur - 01.01.1966, Page 96
96 RÉTTUR tektarverða skilgreiningu á 7. heims- þinginu og baráttuaðferðum komm- únista). Franz Dahlem, miðstjórnarmaður úr Sósíalistiska Sameiningarflokknum í Þýzkalandi: „Samstarf mun sigra.“ Witold Jarosinski, ritari miðstjórn- ar Sameinaða Verkamannaflokksins pólska: „Eining verkalýðsins og lýð- ræðisaflanna er voldugt vopn gegn imperialismanum." Dolores Ibarurri, (Passionaria), for- maður spánska Kommúnistaflokksins: „Sjöunda heimsþing Alþjóðasam- bands Kommúnista og reynsla Spán- verja.“ Passionaria, hetja spönsku byltingarinnar, var eins og fleiri greinarhöfundar fulltrúi flokks síns á 7. heimsþinginu. Borgarastyrjöldin á Spáni stóð þá yfir, svo sameiningin gegn fasismanum var hin brýnasta einmitt þar. Rekur hún í ræðu sinni hin dýrmætu reynslu hins spánska hetjuflokks og 30 ára baráttu við ofurefli síðan. Er ræða hennar mjög lærdómsrík. Encho Staikov, meðlimur fram- kvæmdanefndar Kommúnistaflokks Búlgaríu: „Sjöunda heimsþingið og búlgarski Kommúnistaflokkurinn.“ Vladimir Koucký, ritari Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu: „Baráttan fyrir lýðræði er óaðskiljanleg frá bar- áttunni fyrir sósíalisma." Claude Lightfoot, einn að leiðtog- um Kommúnistaflokks Bandaríkj- anna: „Hindrið stríð, tryggið félags- legar framfarir." Fleiri fluttu ræður og er örstuttur útdráttur úr þeim í þessu hefti, þar á meðal J. Koplenig, fyrrv. formaður austurríska Kommúnistaflokksins, E. Papaioannou, formaður Framfara- flokks alþýðunnar (AKEL) á Kýpur, G. P. Fransov, ritstjóri World Marx- ist Review, Ib Nörlund, meðlimur framkvæmdanefndar danska Komm- únistaflokksins o. fl. Greinar um önnur efni í heftinu eru helztar: Z. Meynar: „Vandamál pólitískrar forystu og nýja efnahagskerfið.“ F. Billoux: „Einingarstefna franska Kommúnistaflokksins og forsetakosn- ingarnar." J. I. Quello og N. Is. Conde: „Bylt- ingarbaráttan í Dominiku og lær- dómar hennar." J. Gunzález: „Byltingarstefna komm únista í Chile.“ I. Sumar: „Fólkið verður ekki sigr- að.“ Er þar minnst fimm ára afmælis Þjóðflokksfylkingarinnar í Suður- Vietnam.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.