Réttur - 01.06.1936, Side 4
Áhrif olíuhringanna á íslenzka pólitík eru svo al-
þekkt, að ekki er þörf að rekja þau (það er gert sér-
staklega vel í Verklýðsblaðinu 28. febr. 1936). —
Þegar Shell lét Magnús Guðmundsson afhenda sér
lóðirnar í Skerjafirði, skrifaði Jónas mikið um land-
ráð þessi og hættuna, sem sjálfstæði landsins stafaði
af þessu, — en svo var sem stungið væri upp í hann
og hann þagnaði. Og þegar ríkisstjórnin tók svo IV2
milljón króna lán hjá olíufélögunum í vetur, þá
þagði Jónas. En með því var verið að yfirfæra þessa
okurpeninga fyrir olíufélögin, einmitt þegar ríkið
vantar útlendan gjaldeyri til brýnustu þarfa. Og á
sama tíma löghelgar gjaldeyrisnefnd og bankar
okrið, með því að veita eingöngu brezku olíuhring-
unum gjaldeyri, — unz bílstjóraverkfallið — ,,upp-
reisnin", sem Jónas kallar, — braut þá einokun á
bak aftur.
Átakanlegasta dæmið um ósjálfstæðið gagnvart
brezka auðvaldinu er þó yfirlýsing sú, er fjármála-
ráðherrann varð að gefa í febrúar 1935, til þess að
fá fram lánabreytinguna í Englandi þá. Magnús
Sigurðsson var sendur í það ferðalag, þótt vitanlegt
væri, að pólitík hans væri orðin sú, að hindra að
nýtt lánsfé gæti streymt til landsins, þar sem það
hlyti að hafa þær afleiðingar, að afhjúpa hve ger-
samlega rotin þau fyrirtæki voru, sem hann hafði
sett fé þjóðarinnar í, eins og t. d. Kveldúlfur. Að
fela Magnúsi þetta verk, var fyrir ríkisstjórnina
sama og að ofurselja sig þeim launráðum, er hann
kynni að brugga við Bretann þar úti. Og það leið
heldur ekki á löngu, áður en skeyti kom frá Magnúsi,
þar sem sagt var, að hann yrði að fá yfirlýsingu frá
fjármálaráðherranum, um að ríkið tæki engin ný
lán né gengi í nýjar ríkisábyrgðir, fyrr en fullum
greiðslujöfnuði væri náð á íslandi. Að hve miklu
leyti þessi krafa er runnin undan rifjum Magnúsar
og hve mikið Englandsbanki og Hambrosbanki hins
84