Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 23
happi ef þeir eiga einhverja ögn handa heimilinu,
þegar þeir eru búnir að ljúka skuldum sínum og
kvöðum.
Dýrtíðin kemur neytendunum í koll; sérstaklega
iðnaðarverkamönnum og smáborgurum. Enda er
raunin sú, að dýrra lífsnauðsynja er lítið neytt. Fá-
tækara fólk borðar næstum aldrei kjöt. Á Suður-
Spáni eru hinir fegurstu appelsínugarðar. Þar vaxa
á ári hverju 10—12 milj. vætta af appelsínum. Þar
af eru 8—10 milj. fluttar út. Það er sjaldan að
bændur eða verkamenn á Mið- eða Norður-Spáni
bragða appelsínur.
Þessi dýrtíðarstefna í landbúnaðarmálum hindrar
mjög alla framleiðsluaukningu á landbúnaðarvör-
um. Verndartollarnir og önnur haftameðöl halda
verðinu því aðeins uppi, að framleiðslan innanlands
fari ekki fram úr neyzlunni. Þeir sem græða á háa
•verðinu, sjá þessvegna hag sinn í því, að hindra
þróun búnaðarframleiðslunnar.
Enda eru framfarirnar í þeim greinum sáralitlar;
framleiðsluaukningin helzt varla í hendur við fólks-
fjölgunina. Vegna markaðsþrengslanna verður öll
fi'amleiðsluaukning að offramleiðslu, leiðir til verð-
falls og þá fer jarðarentu gósseigenda að verða
hætt. Þess vegna berjast þeir með oddi og egg gegn
nýjum áveitum, aukningu framleiðslunnar og öllum
kjarabótum bænda. Aðeins sannkölluð búnaðarbylt-
ing, sem kippir öllu þessu rotna gamaldags búnað-
arlagi upp með rótum, getur rétt hag bændanna við.
Iðnaðurinn á í höggi við leifar lénsvaldsins í bún-
aðarháttum, sem eru veruleg hindrun fyrir vexti hans.
Kaupgeta alls þorra bænda getur varla verið minni,
og hið háa verð landbúnaðarafurða takmarkar mjög
kaupgetu verkamanna og smáborgara í bæjum. En
okrararnir og yfir höfuð ráðandi stéttir fá þörfum
103