Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 6
Hlutvark Magnúsar Sigurðssonar hjá Hambros
Bank og Bank of England var samskonar og Giss-
urar Þorvaldssonar hjá Hákoni konungi. Hann varð
einskonar ,,jarl“ brezka bankavaldsins á íslandi.
Það varð hlutverk Jónasar frá Hriflu, að yrkja lof-
kvæðið — í óbundnu máli þó — um „jarlinn“, er
heim kom. En „kvæða-launin“ urðu ekki höfðingleg
að fornum sið, því þegar þeim sinnaðist síðar, setti
Magnús hnefann í borðið, er Jónas sagði, að hægt
væri að reka hann frá bankanum, og sagði Magnús
þá það, sem frægt er orðið: Þið getið sett mig út um
íordyrnar, eg kem þá inn um bakdyrnar aftur. —
Gissur 20. aldarinnar fór heldur ekki dult með
„nafnbót“ sína, fremur en sá fyrri.
Hve hörmuleg áhrif brezka bankavaldsins með
þessu móti verða fyrir atvinnulífið á íslandi, sést
bezt með því að íhuga, hve margar framkvæmdir
hefir orðið að hætta við á 2 síðustu árum, vegna þess
að ríkisábyrgð hefir ekki fengizt, og hvernig ríkið
sjálft hefir engan veginn staðið við fyrirheitin um
aukna atvinnu, sökum skorts á fjármagni m. a.
En brezku auðvaldsáhrifin eru ekki eina tilraun
erlends auðvalds til yfii’drottnunar á Islandi, þó
þau séu sterkust.
Um leið og saltfisksalan fer að verða beint til
Ítalíu og Spánar, en dönsku og ensku milliliðirnir
hverfa úr sögunni, tengjast stærstu fiskútflytjendur
Islands, og þá fyrst og fremst Kveldúlfur, spönsku
og ítölsku auðmagni all náið. Nánust hafa þessi sam-
bönd orðið með valdi því sem firmað Bjarnason &
Marabotti í Genua hafa fengið fyrir tilstilli Kveldúlfs,
og nálgast nú orðið einkasölu á íslenskum fiskiíltalíu.
Hve skammt er á milli þessara nánu fjárhagslegu
tengsla, eins og þau birtast með Gismondisamningn-
um eða spönsku mútunum, og opinberra landráða,
sést bezt á fyrirætlun Kveldúlfs um það, að setja
togarana undir spánskt flagg (eða ítalskt?), knýja
86