Réttur


Réttur - 01.06.1936, Síða 46

Réttur - 01.06.1936, Síða 46
mér. Ekkert gat fengið hann til að hætta. Þeir sóttu út börnin okkar tvö, og hótuðu að skjóta þau. Og þeir skutu þau. Fyrst litlu telpuna, hún var tveggja ára. Svo miðuðu þeir á drenginn, hann hét Misjka, og hann var fimm ára. Þá hætti maðurinn minn að syngja. Þeir orguðu upp af ánægju, og skutu svo drenginn minn litla og síðan bónda minn. Þetta skeði í Úkrajníu árið 1918“. Okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds við að hlusta á þessa örstuttu æfisögu. Sannarlega hafði konan rétt að mæla, engan okkar gat órað fyrir því, að hún hefði reynt annað eins líf. Við áttum erfitt með að halda samtalinu áfram. Þá spurðum við hvernig hún hefði komizt frá Úkrajníu til Pamír, burt úr skelfingum borgara- stríðsins og að friðsælli silkiræktariðju. Hún kveikti sér í vindlingi. „Tveim vikum síðan gekk ég í herinn sem sjálf- boðaliði. Skotsár fekk ég fjögur. Talsvert meira hefði þurft til að halda mér frá vígvöllunum. En mér tii sárrar raunar gat ég aldrei hlustað á internajónal- inn eftir þetta, án þess að falla í yfirlið. Og enn þann dag í dag er ég haldin af þessu. Heyri ég einhvern syngja internasjónalinn eða bara blístra lagið, þá fæ ég kast. Af þessum sökum átti ég óhægt með að stunda nokkra vinnu. Flokkurinn bauð mér að velja starf eftir geðþótta. Eg kvaðst reiðubúin að fara hvert á land sem væri, aðeins ef ég ætti ekki að heyra internasjónalinn. Þeir stungu upp á Ítalíu, en það kærði ég mig ekki um . . . „Það er’ enginn sá staður í Sovétríkjunum, að ekki sé sunginn þar int- ernasjónalinn, nema ef til vill upp í Pamír“. Eg kaus þá að fara til Pamír. Hér eru engar hljómsveitir. Bændurnir syngja þjóðlögin sín gömlu og leika und- ir á ,,du-tar“ (einskonar gítar). En upp á síðkastið er einnig þetta að breytast. Nú eru komin hingað út- varpstæki, og þegar ég fer heim á kvöldin verð ég 126

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.