Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 38

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 38
tóku þeir sjálfir jarðirnar, en síðan var það eignar- nám löggilt. Fólkið fann greinilega muninn á fas- istastjórninni og samfylkingarstjórninni. Forkólfar afturhaldsins og auðkýfingarnir þyrptust burt úr landinu. Gistihúsin í Gíbraltar og í Suður-Frakklandi voru troðfull af þessum lýð. En byltingamennirnir, nýkomnir úr fangelsunum, fóru sigurför uai götur stórborganna, þar sem fjöldinn hyllti þá. Fasistarn- ir hafa beðið ósigur, en alls ekki hætt baráttunni, eins og vopnaðar árásir þeirra á verkamenn sýna og sanna. „Fasisminn hefir beðið ósigur, en þrátt fyrir það er hann stórmikill pólitískur kraftur, sem hætta staf- ar af. Hann hefir hörfað, hörfað í ný vígi, safnar þar liði og býst til mótatlögu". (Komm. Intern. Nr. 4.) Enda þótt þessi hætta steðji að, koma nú ný at- riði til greina, byltingahreyfingunni í hag. Merkilegustu atriðin eru þessi: a) Spánski kommúnistaflokkurinn er orðinn sterkt pólitískt vald. Eftir því sem flokkurinn vinn- ur meir og meir bug á einangrunarstefnunni og gerir sér betur grein fyrir eðli þessarar byltingar, sem er borgaraleg lýðræðisbylting, því betur getur hann stjórnað baráttunni fyrir bættum kjörum verkamanna og bænda (Astúría) og samtvinnað hana baráttunni fyrir sigri sosialismans, og þar með áunnið sér aukið álit verkalýðsins. Spánski kommún- istaflokkurinn er það forystulið verkalýðsins spánska, sem ber að hafa stjórn baráttunnar á hendi og mun leiða hana til sigurs með réttum aðferðum. Sameining æskulýðsfélaga kommúnista og jafnaðarmanna á grundvelli stefnuskrár félags ungkommúnista og ekki síður eining fagfélaganna, er mjög glæsilegur árangur. b) . Samfylkingarstefnan hefir opnað nýja mögu- leika til þess að einbeita byltingahreyfingu verka- 118

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.