Réttur


Réttur - 01.06.1936, Síða 35

Réttur - 01.06.1936, Síða 35
í landi, þar sem pólitísku flokkarnir börðust ekki fyrir stéttahagsmunum, heldur fyrir klíkuhagsmun- um, og þar sem beinapólitíkin og fjármálaspilling- in er á svo háu stigi. Syndikalistiskir verkamenn, sem áratugum saman hafa fjandskapast við alla pólitíska flokka, kynnast nú í sameiginlegri baráttu nýjum flokki, kommúnistaflokknum, sem ávinnur sér traust þeirra. 5. Sú skakka aðferð, að lýsa yfir allsherjarverk- falli á litlu svæði og hefja vopnaða uppreisn, er af- leiðing héraðaskiftingarinnar og að sumu leyti eft- iröpun liðsforingjauppreisnanna. Anarkistar og syndikalistar hafa ekki skilið þann grundvallarmis- mun, sem er á liðsforingjauppreisn, sem í hæsta lagi breytir einhverju um afstöðu stjórnarlclíkanna inn- byrðis, en hreyfir ekki við sjálfum yfirráðum stétt- arinnar, og vopnaðri uppreisn verkamanna, sem beint er gegn auðvaldsstéttinni, og mætir því sam- eiginlegri mótstöðu ríkjandi stéttar og ríkisvalds hennar. Áður var þessi klofningur aðalhindrunin fyrir samvinnu bænda og verkamanna, sérstaklega þar sem kommúnistar, syndikalistar og anarkistar voru sterkastir í sérstökum héruðum. Mikil hindrun í végi sameiginlegrar baráttu allra landshluta er þjóðernismálið, sem enn er óleyst. Töluverður hluti íbúanna (allt að einn þriðji eða fjórði hluti) tilheyrir kúguðum þjóðernum; Kata- lónum, Böskum og Galiciumönnum. Þessi þjóðern- iskúgun gaf borgarastétt viðlcomandi þjóðflokks tækifæri til þess að leiða athyglina frá stéttabar- áttunni, sem að henni beindist, án þess þó að hún berðist ærlega og álcveðið fyrir þjóðernismálstað- inn, eins og bezt sést á hálfvelgju og undanslætti katalónsku stjórnarinnar, þegar hún átti í höggi við afturhaldsstjórnina í Madrid. Alltaf hefir borgara- 115

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.