Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 32
auð sínum og ráðum yfir fjölda embætta hefir kló-
fest margan menntamanninn. Þessvegna eru líka
aðrir svarnir féndur kirkjunnar og berjast fyrir
byltingunni. Áhrif þessara róttæku menntamanna
eru oft mikil meðal smáborgara og jafnvel meðal
verkalýðs. Þessum menntamönnum er það eflaust
að miklu leyti að þakka, að smáborgararnir urðu
við síðustu kosningar fráhverfir Lerroux, en höll-
uðust á sveif með Azana. Þarna bætast svo við
fjöldi róttækra stúdenta, sem oft ber mikið á.
f) Meðalbændur og smábændur. Því miður er
þess enginn kostur að gera skarpan greinarmun á, eða
greina frá fjölda meðal- og smábænda. (Uppsker-
an er svo mismunandi í ýmsum héruðum og jafn-
vel í sama héraði, og fer svo mjö'g eftir náttúru-
skilyrðum, áveitum o. s. frv., að ómögulegt er að
gera þennan greinarmun eftir búnaðarskýrslunum,
sem aðeins gefa upp stærð jarðanna). Vér erum
líka þeirrar skoðunar, að þessi greinarmunur hafi
enga pólitíska þýðingu á núverandi þróunarstigi
byltingarinnar. Gósseigendur, kirkja og okrarar
arðræna meðalbóndann nú svo gegndarlaust, hann
er með öðrum orðum svo fátækur, að í nánustu
framtíð verður hann að fylgja smábændum að
málum.
„Búnaðarlöggjöfin spánska“, segir Madariaga,
„verður þess valdandi, að upp kemur stétt bænda,
sem í öllu á sammerkt við kaupamenn og er háð
dutlungum vinnumarkaðsins“ (s. 120).
Meðalbændur og fátækari bændur eru samtals
fjölmennasta stéttin á Spáni. Fjöldi þeirra, sem
vinna að landbúnaði, nemur um 5,2 millj. Oss virð-
ist eftirfarandi skifting nærri lagi:
0,2 millj. gósseigenda og auðugra bænda.
3,0 millj. meðalbænda og smábænda.
2,0 milij. kaupamanna.
Greinarmunurinn á smábændum og kaupamönn-
112