Réttur - 01.06.1936, Page 17
50 ullarvinnslur, en árið 1665 voru þar aðeins 13.
Silkivefnaðurinn, sem Toledo var nafnfræg fyrir,
komst í niðurníðslu og nærri 40.000 manna, sem
fengust við iðn þessa, lentu á vonarvöl. í Kastaliu-
héraði, sem einu sinni var blómleg sveit sigldi allt
hraðbyri til hnignunar. Jafnvel iðnaðurinn í Segovia
lagðist niður, og borgin varð eins og svipur hjá sjón.
Þá var nú bærinn Burgos ekki lengi að týna sínu:
Verzlun borgarinnar lagðist niður, og nú bera auðar
götur og yfirgefin hús vitni um ömurleika tortíming-
arinnar. Á síðari helming 17. aldar varð ástandið enn
ógnarlegra. Verður því varla með orðum lýst. I
þorpum og bæjum umhverfis Madrid varð fólkið
hungurmorða. Annars staðar á Spáni var ástandið
litlu betra.
„Þetta land, fyrrum auðugt og hamingjusamt, var
yfirfullt af munka- og klerkaskríl, sem hirti það
litla, sem til var. Þess vegna gat stjórnin enga skatta
heimt inn, enda þótt ríkissjóður væri tómur. Skatt-
krefjendur gripu til örþrifaráða. Þeir tóku ekki ein-
ungis húsmuni og búsáhöld, heldur rifu utan af hús-
um og seldu fenginn okurverði. Fólkið flýði, og akr-
arnir lágu ósánir. Fjöldi fólks dó af skorti og illum
aðbúnaði. Heil þorp voru gereydd. I lok 17. aldar
lágu víða tveir þriðju hlutar bæjanna í rústum.
Spánska atvinnulífið hefir aldrei náð sér eftir
þessa eyðingu. Árið 1750 var íbúatalan komin niður
í 8 milj. I samanburði við önnur lönd í Vestur-
Evrópu varð Spánn kyrstöðuland í öllum atvinnu-
rekstri. Og það er fyrst og fremst þessari afturför í
öllum greinum að kenna, að lénsskipulagið er svo líf-
seigt á Spáni og hindrar svo mjög alla atvinnuþróun
á grundvelli kapitalismans.
Þessi hrörnun atvinnulífsins hlaut líka að hafa
pólitíska ósigra í för með sér. Spánn átti í stríðum,
missti völd sín í Evrópu og varð Frakklandi háð á
18. öld. Á fyrsta helming 19. aldar risu Mið- og
97