Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 18
Suður-Ameríka gegn spánska okinu, og í lok 19.
aldar tóku Bandaríkin Kúbu og Filippseyjarnar.
leifarnar af nýlenduríki Spánverja. I byrjun 20.
aldarinnar verður Spánn að láta sér nægja heima-
landið, allt í niðurníðslu, fátækt og hafandi í eftir-
dragi leifar lénsvaldsins. Það hafa að vísu í fáum
löndum verið jafn margar uppreisnir, uppþot og
„byltingar" á 18. og 19. öld og á Spáni. Hvað eftir
annað hafa kirkjueignirnar verið gerðar að almenn-
ingseign og Jesúítarnir hraktir burt, t.d. árin 1767,
1808, 1886 og 1850. En aldrei leið á löngu, þar til
afturhaldið náði aftur yfirhöndinni, og setti allt í
sömu skorður. Það voru aðalsmenn, kirkjan, hirðin og
herforingjaklíkur, sem aftur réðu lögum og lofum.
Atvinnulífið um þessar mundir.
Eftir nð Spánn hafði verið sviftur síðustu leifum
nýlenduríkisins urðu ráðandi stéttir að láta sér
nægja að arðræna landslýðinn í eigin landi. Þetta
neyddi þær til að nýta gróðurlindir landsins og efla
atvinnureksturinn. Efling hans var kostuð með er-
lendu fjármagni. Þarna bættist þá arðrán erlends
auðvalds við það, sem fyrir var af hendi aðalsins,
stjórnarklíkunnar og burgeisanna.
Á líkan hátt og í Þýskalandi fyrir stríð, var at-
vinnupólitíkin fólgin í hrossakaupum milli gósseig-
enda og iðnaðarbui'geisanna, á kostnað neytenda, þ. e.
a. s. hins vinnandi fólks. 1 báðum löndum fór fram
stórfeld tollahækkun á landbúnaðar- og iðnaðar-
vörum. Og Spánn hefir nú hæstu tolla í heimi.
Dýrtíðin á landbúnaðar- og iðnaðarvörum hefir
vaxið jafnt og þétt, og haft í för með sér aukið
arðrán. Þetta hefir aftur á móti þrengt innanlands-
mai'kaðinn og á, ásamt leifum lénsvaldsins, höfuð-
sökina á afturför landsins og afskaplegri fátækt.
Spánn er 505.000 km2 að stærð og er því næst-
98