Réttur - 01.06.1936, Side 21
dreifðir. Auk þess verða bændur að bera slíkar
byrðar, að þær gera þeim ómögulegt að afla sér
nýrra tækja, sem bætt gætu búskaparlagið.
Mikill hluti stórbýlanna er leigður út. Og eru þar
ýms millistig, svo sem aðalleigjandi og minni leigj-
endur, svo að milli bónda og eiganda er oft heill
herskari milliliða. Jarðavandræðin neyðir þá bænd-
ur, sem ekkert land eiga, til þess að gera skamm-
vinna samninga, oft ekki nema fyrir 1 ár, svo að
þarna leggjast á eitt bæði auðvalds- og lénsvaldsarð-
rán. Umbætur þær, sem leigjandi gerir á jörðinni,
verða endurgjaldslaust eign jarðareiganda.* * En
einnig á þeim jörðum, sem teljast eign bænda, liggja
margskonar kvaðir. Oft eru þær hvorlci samkvæmt
lögum né samningum, heldur eru það ,,forn rétt-
indi“, sem dómarar, ef til málaferla kæmi, úrskurða
eem gildandi lög, enda eru þeir alveg á bandi góss-
eigenda. Það væri of langt mál að telja upp allar
þessar kvaðir, enda eru þær að mestu þær sömu og
tíðkuðust annarsstaðar, áður en bændur voru leystir
úr ánauð.
Vegna arðráns gósseigenda, kirkju og okrara
hafa bændur alls ekki efni á að afla sér nýtízku
landbúnaðartækja.
Ameríslcur maður, sem ferðaðist um Spán árið
1932, ritar á þessa leið:*
„Alveg er ferðamaðurinn forviða yfir því, hve
landbúnaður er skammt á veg kominn. Fyrir utan
einstaka hérað, þar sem þreskivélar eru notaðar,
eru almennt notaðir uxar og múldýr við þresking-
una, eins og í gamla daga. Ekki eru vélplógar noU
aðir, heldur notast spánski bóndinn við tréplóg, sem
*)Agrarian Conditions of Spain“. Genf 1920.
Þjóðabandalagið.
*) C. I. Coope: „Understanding Spain“, N. Y.
1928 s. 104.
101