Réttur - 01.06.1936, Side 12
Fyrri byltingar á Spáni voru alltaf mjög langvar-
andi, eins og Marx réttilega hefir bent á.
„Spánverjar hafa aldrei tekið upp tízkuhætti
Frakka .... að byrja byltingu og ljúka henni á
þrem dögum. Allar tilraunir Spánverja á því sviði
eru bæði langvarandi og umsvifameiri. Það minnsta,
sem þeir virðast komast af með, eru 3 ár og bylting-
araldan helzt stundum um 9 ára skeið“.
Núverandi byltingaralda hófst 1930 og þetta er
því sjöunda árið hennar. Nú er áríðandi að vita:
í hverju er þessi bylting írábrugðin fjölmörgura
öðrum, sem á undan eru gengnar? Eða ef spurt er af
meiri hagsýni: Hvað verður spánski kommúnista-
flokkurinn að gera, til þess að hindra það, að þessi
bylting verði árangurslaus og ljúki með nýjum sigri
afturhaldsins?
Til þess að svarið byggist á vísindalegum grund-
velli skulum við víkja nokkuð að landafræði Spánar
og sögu.
Hversvegna dróst Spánn aftur tir?
Spánn er nú einasta landið í V.-Evrópu, þar sem
hættir lénsskipulagsins ríkja enn. Spurningin er bara,
hvort hægt er að telja Spán með V.-Evrópu, því frá
sjónarmiði landfræðingsins er Spánn miklu líkari
Afríku en V.-Evrópu. Gamalt spakmæli segir líka,
að Afríka byrji við Pyreneafjöllin.
Pyreneafjöllin eru voldugur skilveggur milli Spán-
ar og V.-Evrópu. Tindar þessara fjalla eru að vísu
lægri en tindar Alpafjallanna, en skörðin liggja
hærra, og af þeim sökum eru Pyi'eneafjöll enn meiri
hindrun fyrir alla umferð, en Alpafjöllin.
Landfræðingurinn Reclus hefir sérstaklega bent á
afríkanskan blæ Spánar. (Portúgal er aftur á móti
fullkomlega vestur-evi'ópískur frá landfræðilegu
sjónarmiði). Það er með Spán eins og Afi'íku; um
meginlandið kvíslast fjallgarðar, sem sundra einingu
92