Réttur


Réttur - 01.06.1936, Side 29

Réttur - 01.06.1936, Side 29
auðmagnsins er líka í höndum erlends auðvalds, scm veikir aðstöðu þess innlenda. Næstum allir stórgósseigendurnir eru Spánverjar, að þjóðerni. Að því leyti er borgarastéttin klofin. Því að í aðal-iðnaðarhéraði Spánar, Kataloniu, er borg- arastéttin aðallega af katalónskum ættum. Mótsetn- ingarnar milli gósseigenda og stóriðjuhölda mýkjast mjög við það, að þeir síðarnefndu njóta einnig góðs af rentutekjunum af jörðum. Þessar stéttir hafa líka unnið saman að hækkun tolls, bæði á iðnaðar- og búnaðarvörum. Og loks hafa burgeisarnir átt hauk í horni, þar sem ríkisstjórn gósseigenda var, til þess að bæla niður óánægju verkamanna. Frá sögulegu sjónarmiði, varð sein auðvaldsþró- un þess valdandi, að spánska borgarastéttin hlaut það hlutverk að framkvæma byltingu sína á tíma- bili stórveldastefnunnar (imperialismans). En þá er sú stétt þegar orðin afturhaldssöm og öreigabylt- ingin vofir yfir. Þess vegna hefir spánska borgara- stéttin stöðugt tvístigið milli byltingar og afturhalds; talað fagurlega þegar byltingaraldan fór vaxandi, en þegar ganga átti að lénsvaldinu og kirkjunni, lenti allt í káki. En þegar búnaðarbyltingin hafði yf- irhöndina, með stuðningi byltingahreyfingarinnar, sveik borgarastéttin. Og loks lenti hún svo sem iðr- andi syndari í skauti afturhaldsins og hjálpaði dyggi- lega til þess, að berja niður verkamenn og fátæka bændur. c) Efnaðir bændur eiga jarðir 20—100 ha. að stærð. En þess er enginn kostur að áætla fjölda þeirra, vegna þess, hve hagskýrslurnar eru óná^ kvæmar. Hagskýrslurnar spönsku er enn síður en í öðrum löndum hægt að nota til þess að komast að stéttaskiftingunni. Eigandi 100 ha. af hrjóstrugu beitilandi á meginlandi Spánar getur átt í mesta basli. En eigandi 20 ha. af áveitulandi, vín- eða ólívugörðum, er stórríkur maður. Svo virðist samt, 109

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.