Réttur


Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 33

Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 33
um er jafn óljós og á meðalbændum og smábænd- um. Aðalatriðið er, að við búnað lifa 5 millj. bláfá- tækra manna, sem fá enga bót á eýmd sinni og fá- tækt nema með búnaðarbyltingu. Að einbeita þess- um bændafjölda, undir forustu iðnaðarverkamanna, að byltingarlegum aðgerðum um land allt, er brýn- asta nauðsynjamál byltingarinnar spönsku. Margt mætti tilfæra um fátækt bændanna á Spáni. ,,í bæjum bændanna á meginlandi Spánar er oft aðeins eitt herbergi. Ef maður lítur inn um dyrn- ar, verður manni litið yfir alla búslóðina: gegnt dyrunum járnrúm, tveir eða þrír stólai’, nokkrir pottar á veggnum, alltaf mikill barnafjöldi, hunda- fjöldi, að maður tali ekki um flugurnar. Gólfið er harðnaður leir. Oft eru húsin glug'galaus. Einu dyrnar á húsinu eru oft í senn: gluggi, reykháf- ur og til umgangs fyrir menn og skepnur“ (Mac- Cape s. 108). g) Tómthúsmenn. Fjöldi þeirra nemur 1,5—2 millj. Margir þeirra, einkum á Suður-Spáni, eiga engar jarðir. Þá eru umrennings kaupamenn frá Galicíu, sem þar eiga jarðarskika, sem kon- urnar hugsa um. Og loks eru leiguliðar. Þó að bændurnir séu bláfátækir, eru tómthúsmennirnir enn fátækari. Launin eru mjög lág og það sem verra er: vinnudagarnir eru ekki fleiri en 100—200 á ári, svo árslaunin eru sáralítil. Sulturinn vofir alltaf yfir tómthúsmönnunum. h) Verkamenn viS iðnaS, verzlun og samgöngur. Fjölda þeirra er aðeins hægt að áætla lauslega, og má gera ráð fyrir, að hann nemi um 2 millj. Iðngreinarnar skiftast mjög á héruð. Námugröft- ur og málmvinsla á Norður-Spáni; baðmullariðnað- ur í Katalóníu. Atvinnuleysið er mjög mikið, eins er ígripavinna algeng. Launin eru miklu lægri en í öðrum vesturevrópiskum löndum. Fátækt bænd- anna og fjöldi atvinnuleysingja í sveitum, hafa 113

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.