Réttur - 01.06.1936, Side 1
RETTUR
XXI. ÁRG. JÚNÍ—JÚLÍ 1936. 4.-5. HEFTI
GJaldþrot
auðvaldsins á Islandi
og loka|iáI(ur Jónasar frá Hriflu.
Eftir Einar Olgeirsson.
III. Sjálfstæði íslands og erlend
yfirdrottnun.
Saga íslands er saga stétta- og þjóðarkúgunar.
Auk þeirrar kúgunar undirstéttanna, sem viðgeng-
izt hefir frá landnámstíð, hefir þjóðin í hálfa sjöundu
öld verið undir erlendri yfirdrottnun. Það er lærdóms-
ríkt nú að minnast þess stuttlega, hvernig landið áður
missti sjálfstæði sitt. Nútíminn getur ýmislegt af því
lært.
Höfðingjar Sturlungaaldarinnar, þeir herrar, Giss-
ur Þorvaldsson, Sturla Sighvatsson og aðrir, leituðu
sér sem sterkastra bandamanna í baráttu sinni fyrir
auð og völdum á íslandi, — og bandamaðurinn, sem
mest kapphlaupið var um að ná, var Noregskonung-
ur. Þeir ætluðu sér að vísu alltaf völdin sjálfum, —
ætluðu aðeins að nota vald Noregskonungs í sína
þjónustu, — en Noregskonungur knúði þá til að
standa við loforðin og sendi Hallvarð gullskó og hvað
þeir nú hétu til að herða á þeim. Og Gamli sáttmáli
var gerður, — samningur verstu höfðingjanna við
hið erlenda vald var staðfestur af Alþingi. Skatt-
skyldan var ákveðin. En það var samt langt frá því
að öllum fornum réttindum væri þar með afsalað.
Það tók 3—400 ár að fullkomna verltið, sem Gissur
81