Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 5
vegar eiga í henni, verður ekki sagt með vissu, —
en svo mikið er víst, að Magnús Sigurðsson hefir
ekkert alvarlegt gert til að afstýra því, að þessi
krafa kæmi fram, — og ef til vill ýtt undir það. Og
að eins vegna þess að brezku bankarnir hafa þannig
trúnaðarmann ríkisstjórnarinnar á sínu bandi, var
hugsanlegt að knýja þessa yfirlýsingu fram, — á
sama tíma sem yfirfljótanlegt framboð er á láns-
fé í öllum helztu auðvaldslöndunum.
Jónas frá Hriflu hefir reynt að gera sem minnst
úr yfirlýsingu Eysteins og segja, að hún væri aðeins
lýsing á stefnu stjórnarinnar, eins og hún hefði ætl-
að sér hana. Skeyti fjármálaráðherra til M. S. var
á þessa leið (birt í Alþbl. 27. febr. 1985) :
,,Það er stefna mín og áður yfirlýst að koma lagi á
innflutning og útflutning íslands í því skyni, að gjald-
eyrisástand komist á öruggan grundvöll, og á meðan
forðast frekari erlendar ríkislántökur eða að hjálpa
til við erlendar lántökur íslenzkra þegna með því að
veita ríkisábyrgð".
En það hefði vissulega verið nær þeirri stefnu, er
Framsókn og Alþýðuflokkurinn höfðu í kosningun-
um 1934, ef skeytið hefði hljóðað svo:
„Það er stefna mín, að útvega ríkinu sem hag-
kvæmust lán til nauðsynlegra framkvæmda, er dreg-
ið geti úr atvinnuleysinu, og aðstoða með ríkis-
ábyrgð heilbrigð fyrirtæki (t. d. byggingafélög,
samvinnufyrirtæki o. f 1.), er hleypt gæti nýju fjöri í
atvinnulíf þjóðarinnar. Munum vér taka þau Ián, þar
sem þau bezt bjóðast, — en vinna jafnframt eftir
mætti að því, að koma á greiðslujöfnuði við útlönd
í þjóðarbúskapnum“.
TJt á slíkt skeyti hefði Magnús Sigurðsson vafa-
laust ekki reynt að fá lán, — en hefði hann þá
verið látinn sigla sinn sjó, og ríkisstjórnin gripið til
annara ráða, en að fela sig honum á vald, — pa
hefði farið öðruvísi en fór í febr. 1935.
85