Réttur


Réttur - 01.06.1936, Side 16

Réttur - 01.06.1936, Side 16
En það var svo langt frá, að allt þetta gull yrði grundvöllur að nýju blómaskeiði atvinnuveganna. Þvert á móti leiddi það til hnignunar. Það var hirðin, aðallinn og kirkjan sem hirti fenginn. Klerkar og aðalsmenn lifðu í sús og dús, og peningum var sóað í stríð. Tekjurnar af heimalandinu voru einskis virði í samanburði við tekjurnar af nýlenduráninu. í stað þess að efla framleiðslu landsins, var hinn léttfengni auður notaður til innkaupa í útlöndum. Márar þeir sem eftir höfðu orðið og gerzt kristnir, duglegir handiðnaðarmenn, bændur, verzlunarmenn og lækn- ar, voru ofsóttir eins og Gyðingarnir, reknir hundr- uð þúsundum saman úr landi, eða hnepptir í dýfliss- ur og brenndir af rannsóknarréttinum. Leifum arab- isku menningarinnar var kippt upp með rótum. Árið 1609 var á skömmum tíma rekin 1 milj. Moriscos— Márar, sem höfðu tekið kaþólska trú — út úr land- inu, einmitt þeir menn, sem bezt þoldu erfiðisvinnu í þessu loftslagi. Völd kirkjunnar jukust sífellt. Heil- ir herskarar klerka, munka og nunna mergsugu fólkið eins og sníkjudýr.* Hin sívaxandi auðæfi kirkjunnar freistuðu sífellt fleiri, til þess að helga sig klerklegum störfum. Buckle skýrir frá hnignun atvinnuveganna eftir beztu heimildum, á þessa leið: í Sevilla, einni auðugustu borg Spánar, voru á 16. öld um 16.000 vefstólar. Á stjórnarárum Filips V. var tala þeirra bara 300. í ávarpi þingsins til kon- ungs er skýrt svo frá, að í borginni búi nú aðeins fjórði hluti á við það sem áður var, og að vín- og ólívugarðar þeir, sem auður borgarinnar byggist á, væru í órækt. Um miðja 16. öld voru í Toledo yfir *) Árið 1626 voru bara Dominikana og Franzisk- anamunkar 32000 að tölu. 1628 voru 9000 munka- klaustur. Við kirkjuna í Sevilla voru 100 prestar. 1 Sevillasókn 14000 kapelánar o. s. frv. (Buckle). 96

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.