Réttur - 01.06.1936, Side 11
bændauppreisnum, pólitískum verkföllum og lang-
varandi byltingum. Og enda þótt kapítalisminn hafi
nú áratugum saman átt í all almennri kreppu, og
enda þótt sósíalisminn hafi leyst hann af hólmi á
einum sjötta parti jarðar, þá húkir Spánn á sama
hrauk. Eins og fyrir 60 árum ríkja þar hættir mið-
alda. Ennþá gjalda bændur jarðardrottnum,
sem eiga heil héröð, okurgjöld í fríðu. Völd kirkj-
unnar og áhrif eru veigamikil. Landinu er skift í
héröð, en hverju héraði stjórnar héraðsstjóri, alveg
eins og á tímum lénsvaldsins. Ennþá er borgaraleg
og lýðræðisleg bylting efst á dagskrá, sögulegt hlut-
verk, sem inna verður af hendi.
Hið sérkennilega við þetta ástand er það, að
spánska borgarastéttin hefir alls ekki leitt borgara-
legu byltinguna til lykta, þrátt fyrir allar þessar
„byltingar“, og nú, þegar hætta virðist á öreigabylt-
ingu, er þessi stétt andstæðingur byltingarinnar og
afturhaldssöm. Það sem Lenin ritaði 1908 um eðli
byltingarinnar í Rússlandi mætti eins segja um Spán:
,,1 okkar landi er ómögulegt, að sigur borgaralegu
byltingarinnar hafi sigur borgarastéttarinnar í för
með sér. 1 fljótu bragði kannske nokkuð fráleit full-
yrðing, en þó er þetta rétt. Þegar tekið er tillit til
þess, hve bændastéttin er langsamlega fjölmennust,
og hversu sú stétt er kúguð, og á hinn bóginn, hversu
mikla vitund verkalýðurinn hefir um hlutverk sitt,
þá 'hlýtur það að vera augljóst, að borgaralega bylt-
ingin í okkar landi verður með sérstökum blæ“.
Það fellur spánska verkalýðnum í skaut að fram-
kvæma ýms merkilegustu hlutverk borgaralegu bylt-
ingarinnar; fyrst og fremst ber að leysa úr búnað-
armálunum. Þessar kringumstæður verða þess máski
valdandi, eins og í Rússlandi, að borgaralega bylt-
ingin verður aðeins stutt forspil verklýðsbyltingar-
innar.
*
91