Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 13
landsins, en með ströndum fram liggur mjó lág-
lendisræma. Árnar liggja um flúðir hið efra og belgj-
ast fram með óstjórnlegum ofsa um regntímann, en
um þurrkatímann þorna þær upp, eða verða að óveru-
legum lækjarsitrum. Eftir þeim er þess vegna ekki
um neinar samgöngur að ræða. Þetta landslag hefir
verið gróf hindrun í vegi þeirrar viðleitni sem mið-
ar að því, að vinna bug á miðaldalegri sundrungu
landsins.
,,Eins og Tyrkland varð Spánn samsafn héraða,
með slælega stjórn, hvert hafði sín eigin hermerki
og fána, og hvert hafði sitt eigið skattkerfi“, segir
Marx árið 1854, og ennþá á þetta við, þrátt fyrir þá
auðvaldsþróun, sem síðan hefir átt sér stað.
Fólkið lifir og deyr í sama héraði og það fæddist
í. Manntal, sem fram fór 1930, sýnir að af 23.6
milj. íbúum Spánar, sem skiftast á 50 héruð, eru ekki
meir en 3 milj., sem lifa utan síns fæðingarhéraðs.
Þetta hreyfingarleysi á rætur sínar að rekja til þess,
hve einstakir landshlutar eru einangraðir hver frá
öðrum. Sundrung landsins á mikinn þátt í seiglu
leifa lénsvaldsins og verður þess líka valdandi, að
þjóðflokkarnir halda þjóðlegum blæ sínum.
Loftslajjio líkist mjög loftslaginu í Afríku. Nyrsti
hluti landsins hefir mikla úrkomu, en mestur hlutinn
(Mið- og Suðaustur-Spánn) er svo úrkomulaus, að
landbúnaðar þrífst varla, nema þar sem áveitur eru.
Uppskeran er mjög misjöfn, allt eftir úrkomunni.
Uppskerubrestir verða alltaf með nokkru millibili. Við
þetta bætast svo miklar hitabreytingar. Sérstaklega
veldur hinn mikli sumarhiti, þar sem hann hefir svo
mikla uppgufun í för með sér, miklum erfiðleikum
fyrir búnaðinn. Uppskeran er því öll mjög í óvissu, og
saga Spánar hefir margt til frásagnar um uppskeru-
bresti, hungursneyðar og landfarsóttir. Geta má
nærri, að mjög hefir þetta hindrað þróun kapítal-
93