Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 24
sínum fullnægt frá útlöndum. Eftirtaldar ástæður
skapa þessa hringavitleysu:
a) Spánski iðnaðurinn er miklu skemmra á veg
kominn en iðnaður nágrannalandanna.
b) Þrátt fyrir það er um ofgetu (Uberkapazitet)
að ræða í ýmsum greinum, vegna markaðsþrengsla.
c) Vegna slæmrar vélanýtingar og hins háa verð-
lags á búnaðarafurðum er framleiðslukostnaðurinn
svo mikill, að iðnaðurinn er ekki samkeppnisfær á
erlendum markaði.
d) Til þess að þvinga fram gróða undir þessum
kringumstæðum heimtar iðnaðurinn verndartolla til
þess að halda uppi innanlandsverðinu. Móttökugeta
innanlandsmarkaðsins minnkar við þetta enn meir.
Út úr þessari hringavitleysu kemst spánski iðnað-
urinn aldrei nema með byltingu.
Þessi atriði skýrast nokkuð með eftirfarandi töl-
um.
Framleiðsla helztu iðnaðarvara árið 1929:
Spánn Frakkl. ítalia Pólland.
Rafmagn (millj. kw.) 2 433 14.319 9.815 3.023
Kol 1000 tonn 7.108 53.780 — 46.236
Járn — — 753 10.362 727 706
Stál — — 1.003 9.716 2.122 1.377
Sement — — 1.820 5 787 3.497 1008
Bómullarsnældur (í þús.) 1.875 9.880 5.210 1 557
Gerfisilki (í tonnum) 900 16.780 32.340 2.730
Tölur þessar sýna, að iðnaðarþróun Spánar og
Póllands er á líku stigi. Á ýmsum sviðum stendur
ftalía framar Spáni, enda þótt iðnaðarskilyrði séu
þar lakari. (ftalíu vantar bæði kol og járn).
Hve iðnaðurinn er langt aftur úr, sézt þó bezt á
því, hversu nýju iðngreinarnar, bíla-, véla-, gerfi-
silki- og efnaiðnaður eru skammt á veg komnar.
Við þetta bætist svo, að allverulegur hluti af nýj-
asta iðnaðinum er í höndum erlendra auðhringa.
Efnaframleiðslunni stjórnar þýzka félagið I. G.
104