Réttur


Réttur - 01.06.1936, Side 40

Réttur - 01.06.1936, Side 40
sundurlyndi ráðandi stétta og veikir andspyrnu þeirra við alþýðufylkingunni. Búnaðarkreppan eykur á óá- nægju kaupmanna og bænda. Örlög ítalskra og þýzkra verkamanna eru jafnaðarmönnum, anarkistum og syndikalistum í fersku minni, og áróður fasismans knýr þá til frekari samvinnu. Á hinn bóginn eru Sovét- ríkin þeim lýsandi dæmi um einu réttu leiðina til þess að varpa af sér okinu, undir forustu Kommúnista- flokksins. Það væri mjög rangt að ætla, að spánska byltingin hafi þegar sigrað. Núverandi stjórn er ekki einu sinni samfylkingarstjórn, heldur borgaraleg vinstristjórn, sem jafnaðarmenn og kommúnistar styðja við fram- kvæmd stefnuskrár samfylkingarinnar. Azana er alls ekki byltingamaður. í viðtali við fréttaritara „Paris Soir“ sagði hann 20. febrúar: „Áður en baráttan hófst var sætzt á stefnuskrá, sem gerir ráð fyrir framkvæmd bráðnauðsynlegustu end- urbóta. Við höldum okkur við hana. Ég mun stjórna lögum samkvæmt. Engar hættulegar nýjungar. Við viljum frið í þjóðfélaginu, við erum hægfara". En vöxtur byltingahreyfingarinnar og álitsaukning alþýðufylkingarinnar meðal verkalýðsins fer svo hrað- vaxandi, að Azana hrekkst óðum í róttækari átt. Að minnsta kosti hefir hann unnið ötullega og umsvifalaust að framkvæmd stefnuskrárinnar og notað ríkisvaldið gegn fasistaklíkunum, sem hófu vopnaðar árásir á verkamenn. Það er áreiðanlegt, að ráðandi stéttir munu reyna að lægja byltingarölduna, eins og oft hefir áður kom- ið fyrir í sögu Spánar. íhaldsssamari foringjar jafn- aðarmanna, sem ekki eru horfnir frá samvinnupóltík sinni við burgeisana, munu vera þar hjálplegir. Ennþá tvístíga smáborgararnir. Gósseigendurnir og kirkjan munu gera tilraun til þess að bæta aðstöðu sína, spilla byltingarhreyfingunni og síðan brjóta hana á bak aftur. En þrátt fyrir það, að mildar hættur steðja að 120

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.