Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 14

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 14
ismans,* en haldið lífinu í leifum lénsvaldsins. Á hinn bóginn eru þessar leifar lénsvaldsins öllum nú- tímabúnaði mikill Þrándur í Götu og hafa valdið því t. d., að framfarir í áveitumálinu eru litlar. — (Vegna fornra ákvæða eru vatnsréttindi öll í hönd- um aðalsmanna, sem lifa á því að selja vatnið okur- verði). Það eru þó sérstaklega sögulegar ástæður sem skýra lífsseigluna í leifum lénsvaldsins. Saga Spánar er í fáu frábrugðin sögu annara V.- Evrópuríkja allt fram að árinu 711. Rómverjar taka landið undir sig, og rómversk menning og kristin- dómur ná þar fótfestu; og á tímum þjóðflutninganna flæða Germanir yfir þetta land, eins og nágranna- löndin. En árið 711, sem táknar hámarkið í sigur- sæld Araba, setti múhameðanski foringinn Gebr- altarik her sinn á land á Spáni og náði undir sig öllu landinu, að undanteknum fjallaskika á NV.-Spáni. Eftir þetta varð Spánn öldum saman öndvegisland arabiskrar menningar. Og yfirráðatímar Araba 'voru gullöld andlegrar og eínalegrar menningar á Spáni. Með stórkostlegum áveitum var séð fyrir góðri upp- skeru. Handiðnaður blómgaðist. íbúatalan jókst upp í 30 milj. Á sama tíma og Evrópa sökk dýpra og dýpra í menningarleysi, voru náttúruvísindi, stærð- fræði og læknisfræði iðkuð af kappi miklu á Spáni. „E1 Andalus, arabiski Spánn, fóstraði í skauti sínu heimspekinga, stjörnufræðinga, stærðfræðinga, dulspekidýrkendur, skáld og sagnfræðinga. Ein minnsta hirðin í Almeria átti 5000 vefstóla og þar voru ofin allskonar klæði og dúkar úr silki, bómull eða ull. Og foringi eins lítils Máraríkis átti 400.000 binda bókasafn, en um það sama leyti stærði hið fræga Ripoli klaustursafn í kristnu Kataloniu sig * Markaður sáralítill og litlir möguleikar fyrir auðsöfnun.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.