Réttur


Réttur - 01.06.1936, Side 30

Réttur - 01.06.1936, Side 30
sem þessi hluti bænda hafi ekki á síðari öldum komið fram sem sjálfstæður kraftur í byltingabar- áttunni. d) Herforingjar og embættismenn taka meiri þátt 1 pólitísku lífi á Spáni, en í öðrum löndum V- Evrópu. Eins og í öllum löndum, þar sem lénsvald- ið má sín nokkurs, eru embættin að mestu leyti skipuð aðalsmönnum. Það þykir sjálfsagt, að sá gósseigandi, sem hefir sóað eignum sínum, hljóti stöðu hjá ríkinu. Þar sem embættislaunin fullnægja ekki nándar nærri kröfum þessara herra, er fjár- málaspillingin feiknamikil. Oft eru embættismenn- irnir úti á landi hreinir harðstjórar í sinni sveit. Fjöldi liðsforingja, sérstaklega þeirra hátignu, er fádæma mikili. Árið 1931 voru yfir 105.000 manna her 195 generalar, 5938 liðsforingjar, sem voru tignari en höfuðsmenn, 5281 höfuðsmenn og 5707 ótignari liðsforingjar. (I varaliðinu voru auk þess 437 generalar og 407 hátignir liðsforingjar.) Árið 1931 var þannig einn generáll fyrir hverja 538 her- menn, fyrir hverja 10 hermenn liðsforingi með höf- uðsmanns- eða óberstatign og fyrir hverja 6 her- menn einn liðsforingi! Ef reiknað er með sjóliðs- foringjum, þjóðvarðliðinu (Guardia Civil, Carabin- eros o. s. frv.), varaliðinu og uppgjafahermönnum, þá er þetta vald, sem í hatramlegri stéttabaráttu getur komið fram sem sjálfstæður kraftur, sérstak- lega þar sem beragi er mjög strangur, og lið þessi hafa oft í sögu Spánar gert uppreisnir með góðum árangri. „Það væri rangt að hugsa sér spánska herinn stór- kostlegt hernaðartæki, sem gerði allt til þess að auka bolmagn sitt með þeim fjárfúlgum, sem í hann fara. Miklu fremur er herinn skrifstofutæki, sem fyrst og fremst sér um launagreiðslur yfirmanna, fæst nokkuð við viðhald hernaðartækjanna, en minnst við heræfingar. Herinn hefir miklu meira 110

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.