Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 43
óaldarsveitir uppreisnarmanna, allra þjóða kvikindi,
fremja þau hryðjuverk, sem framin eru í þessari
borgarastyrjöld, með því að brenna þorp, myrða
konur og börn og svo framvegis, í rökréttu fram-
haldi af þeim hermdarverkum, sem þessi sami óald-
arlýður framdi í Astúríu eftir októberbardagana
1934. Sannleikurinn er sá, að hér er ekki fyrst og
fremst um að ræða baráttu milli kommúnisma og
fasisma, heldur milli fasisma og lýðræðis, baráttu,
þar sem kommúnistar standa að vísu fremstir í
flokki til varnar lýðræðisréttindum þjóðarinnar.
Þessi blóðuga uppreisn er framin gegn yfirlýstum
þjóðarvilja og í þeim tilgangi einum að endurskapa
kapítalistum og stórjarðeigendum þeirra fyrri arð-
ránsaðstöðu, að endurreisa afturhaldsvald kaþólsku
kirkjunnar og lögleiða á ný alla þá þjóðarkúgun,
sem fólkið hafði brotið af sér með atkvæðagreiðsl-
unni í febrúar. Þeir hafa tvímælalaust á móti sér
90% þjóðarinnar. Að uppreisnin gat samt sem áður
orðið jafn-háskaleg og raun ber vitni um, á sér alveg
sérstakar orsakir. Aðalorsökin er vafalaust stuðn-
ingur, sem uppreisnarmenn hafa notið af hálfu
erlendra fasistaríkja. í öðru lagi tókst þeim þegar
í byrjun að ná á sitt vald nokkrum af þýðingarmestu
borgunum og því nær öllum vopnabirgðum lands-
ins, auk þess sem þeir hafa miklu meira af lærðum
herforingjum en stjórnarherinn. Einungis fyrir hina
dæmafáu hugprýði hersveita hinna spánsku verka-
manna, bænda og annarra alþýðumanna tókst að
hrinda hinni vel undirbúnu fasistaliðsárás. Þessar
illa útbúnu hersveitir, sem oft og tíðum börðust við
alvopnaðan uppreisnarherinn svo. að segja með ber-
um hnúunum og neituðu að taka við hermannakaupi
sínu, svo að stjórnin gæti varið því til vopnakaupa
— þessir spánsku öreigar hafa sýnt af sér svo frá-
bæran eldmóð og fórnfýsi, að sagan mun um allan
aldur geyma minningu þeirra. Orð forseta spánska
123