Réttur - 01.06.1936, Side 22
uxaeyki dregur. Sigð er notuð við uppskeruna.
Nokkrar sláttuvélar sá ég á ökrunum, en helzt
minntu þær á vélar, sem tíðkuðust í Bandaríkjunum
á sjötta tugi 19. aldar“.
Nýtízku landbúnaður er því sjaldgæf sjón á
Spáni. Þar sem auðmagn vantar svo mjög, er sú leið
auðförnust fyrir óðalsherrana, klerkana og klaustrin
að heimta leiguna greidda og kvaðirnar uppfylltar,
jafnframf því að afurðum er haldið í okurverði inn-
anlands.
Enda þótt Spánn sé landbúnaðarland og fram-
leiðslumöguleikarnir aðeins að litlu leyti notfærðir,
er lagður hár tollur á allar innfluttar nauðsynja-
vörur. Tollurinn nam árið 1932 í prósentum af verði
vörunnar innanlands sem hér segir:*
Hveiti bygg hafrar baunir mais
111 59 60 36 60
hrís kjöt sykur kartöflur saltfiskur
72 50 167 25 125
Síðan hefir haftastefnan unnið á með nýjum inn-
flutningstakmörkunum.
Haftastefnan hafði þann árangur á Spáni, að
þrátt fyrir verðfallið á heimsmarkaðinum, hélzt
verðið uppi innanlands.
Heildsöluvísitala** (1913 = 100) :
1929 1930 1931 1932
Lífsnauðsynjar 180 178 180 181
Iðnaciarvörur 165 168 168 164
Gróðinn af þessari ástæðulausu verðhækkun land-
búnaðarafurða lendir í pyngju gósseigenda. Smá-
bændur hafa sáralítið til þess að selja. Þeir hrósa
*) P. Grau: Weltwirtschaftliches Archiv, 1935.
**) Anuario, s. 606.
102