Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 37

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 37
bændunum jafnframt bundnir slíkir baggar, að þeir fengu ekki risið undir. Samtímis þessu jókst pólitískur kraftur aftur- haldsins. Gósseigendurnir og kirkjan söfnuðu liði í sveitum. Fasistaflokkurinn „Accion Popular“, með Gil Robles í broddi fylkingar, hóf áróður sinn. Borgarastéttin herti á handabandi sínu við gósseig- endur og kirkju, lafhrædd við verkfallshreyfinguna. Konungssinnarnir, sem flúið höfðu land, komu aftur hver á fætur öðrum. Smáborgararnir voru á báðum áttum. Við kosningarnar 1933 sigraði afturhaldið. Frjálslyndari mönnum var sparkað úr stjórninni. Svo virtist komið, að byltingaraldan hefði runnið skeið sitt. En bardagarnir í Astúríu breyttu viðhorfinu. Enda þótt þeim lyki með ósigri, leystu þeir byltingaröfl- in úr læðingi, komu fáti á borgarastéttina og juku mótsetningarnar í henni. Jafnvel smáboi'gararnir risu upp á móti stjórninni. Gil Robles varð að segja af sér, og á einu ári voru 6 stjórnarskifti. Nú hljóp nýr vöxtur í byltingarölduna, sem leiddi til mikils kosningasigurs vinstri flokkanna í árs- byrjun 1936, mikið vegna þess, hve samfylkingin tókst vel. Þá var um 30 þús. byltingamönnum, sem sátu í fangelsum, gefnar upp sakir. Að sjálfsögðu táknar kosningasigurinn út af fyr- ir sig ekki sigur byltingarinnar, enda þótt hann beri glöggt vitni um vöxt byltingahreyfingarinnar. En verkalýðurinn hefir náð hreint ekki svo litlum á- rangri á undanförnum mánuðum. Honum var gef- ið fundafrelsi og verkfallsréttindi. Róttækari sveita- stjórnir, sem höfðu verið settar af, fengu ráðin aft- ur. Katalónía fekk aftur sjálfsforræði. Iðjuhöldun- um var nauðugur einn kostur að taka aftur í vinnu þá verkamenn, sem tekið höfðu þátt í bardögunum í Astúríu. Kvaðirnar voru dæmdar ólögmætar og meir en 60 þús. bænda hafa hlotið jarðnæði. Víða 117

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.